Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
banner
   mið 18. september 2019 22:22
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Má ekki verða dauði og djöfull
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugs nýkrýndur bikarmeistari var tekinn niður á jörðina á Fylkisvelli í kvöld þar sem hans menn töpuðu 3-1.

"Þetta var alveg skemmtilegur leikur, við gerðum of mikið af mistökum.  Þetta eru ólíkir leikstílar, þeir biðu eftir okkar mistökum og refsuðu, enda með sterka framherja.  En ég skemmti mér ágætlega, þetta var fínn leikur."

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 Víkingur R.

Víkingar unnu titil um helgina, átti það þátt í frekar slökum fyrri hálfleik?

"Þetta var eiginlega blanda af öllu held ég, það var fín stemming í okkur. Svona sigur eins og á laugardaginn og þú ferð út á lífið með öllu sem því fylgir, mér fannst ekki vandamálið að gíra okkur upp.

En þetta voru mistökin, ég hélt við værum komnir yfir þetta.  Hér komu mistök sem við gerðum í vetur.  Ég vill sjá hvort þetta var rangstaða á Ágúst en svo skoruðu þeir annað mark og við urðum að taka sénsa."


Nokkuð er um meiðsli í leikmannhópi Víkinga, þ.á.m. Kári Árnason.

"Kári er ekki í hættu með landsleikinn, við vonumst til að hann nái Skaganum eins og Davíð og Nico en Dofri er off.  Svo meiddist Guðmundur Andri og þá vorum við orðnir þunnir á bekknum."

Þrátt fyrir bikartitil þá er staðan enn sú að Víkingar geta tölfræðilega fallið.

"Við höfum lítið hugsað um þessa fallbaráttu en það er rétt að  við getum ennþá stærðfræðilega fallið, en þetta er ekki bara það.  Það er líka að koma með mómentum inn í veturinn og ljúka með sæmd.

Það er stemming í klúbbnum, þetta má ekki verða þannig að eftir bikarleik kemur tapleikur og þá verður allt dauði og djöfull.  Við vorum flottir í kvöld en gerðum of mörg mistök."


Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner