Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 18. september 2019 22:22
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Má ekki verða dauði og djöfull
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugs nýkrýndur bikarmeistari var tekinn niður á jörðina á Fylkisvelli í kvöld þar sem hans menn töpuðu 3-1.

"Þetta var alveg skemmtilegur leikur, við gerðum of mikið af mistökum.  Þetta eru ólíkir leikstílar, þeir biðu eftir okkar mistökum og refsuðu, enda með sterka framherja.  En ég skemmti mér ágætlega, þetta var fínn leikur."

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 Víkingur R.

Víkingar unnu titil um helgina, átti það þátt í frekar slökum fyrri hálfleik?

"Þetta var eiginlega blanda af öllu held ég, það var fín stemming í okkur. Svona sigur eins og á laugardaginn og þú ferð út á lífið með öllu sem því fylgir, mér fannst ekki vandamálið að gíra okkur upp.

En þetta voru mistökin, ég hélt við værum komnir yfir þetta.  Hér komu mistök sem við gerðum í vetur.  Ég vill sjá hvort þetta var rangstaða á Ágúst en svo skoruðu þeir annað mark og við urðum að taka sénsa."


Nokkuð er um meiðsli í leikmannhópi Víkinga, þ.á.m. Kári Árnason.

"Kári er ekki í hættu með landsleikinn, við vonumst til að hann nái Skaganum eins og Davíð og Nico en Dofri er off.  Svo meiddist Guðmundur Andri og þá vorum við orðnir þunnir á bekknum."

Þrátt fyrir bikartitil þá er staðan enn sú að Víkingar geta tölfræðilega fallið.

"Við höfum lítið hugsað um þessa fallbaráttu en það er rétt að  við getum ennþá stærðfræðilega fallið, en þetta er ekki bara það.  Það er líka að koma með mómentum inn í veturinn og ljúka með sæmd.

Það er stemming í klúbbnum, þetta má ekki verða þannig að eftir bikarleik kemur tapleikur og þá verður allt dauði og djöfull.  Við vorum flottir í kvöld en gerðum of mörg mistök."


Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner