Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 18. september 2021 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Rannsaka meint kynþáttaníð í garð Williams
Stuðningsmenn enska B-deildarfélagsins Luton Town eru til rannsóknar hjá lögreglu fyrir meint kynþáttaníð í garð Rhys Williams, leikmanns Swansea City, en þetta kemur fram í yfirlýsingu Swansea í kvöld.

Williams, sem er 20 ára gamall, er á láni frá Liverpool en hann steig sín fyrstu skref með aðalliðinu á síðustu leiktíð þegar meiðsli herjuðu á liðið.

Hann gerði vel og hjálpaði liðinu að ná sæti í Meistaradeild Evrópu á síðustu metrunum.

Liverpool framlengdi samning hans í sumar áður en félagið lánaði hann til Swansea.

Swansea segir frá því að stuðningsmenn Luton eru til rannsóknar hjá lögreglu fyrir að hafa beitt Williams kynþáttaníði undir lok leiksins.

„Undir lok leiks gegn Luton Town í ensku B-deildinni eru ásakanir um meint kynþáttaníð í garð Rhys Williams frá stuðningsmönnum heimaliðsins. Skýrslu var skilað af dómara leiksins til lögreglunnar," segir í yfirlýsingu Swansea.

„Swansea City fordæmir rasisma og níð af öllum toga því það á sér engan stað í fótbolta eða í lífinu. Lögreglan í Bedfordshire rannsakar málið. Lögreglumenn voru á vellinum að spyrjast fyrir og eru að vinna með Luton Town til að finna fólkið sem átti hlut í málinu."

„Rhys fær stuðning frá öllum hjá félaginu og við erum í sambandi við Liverpool til þess að tryggja að hann fái allan þann stuðning sem þörf er á,"
sagði ennfremur í yfirlýsingunni.
Athugasemdir
banner
banner