Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   sun 18. september 2022 13:09
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Jesus og Saka dönsuðu eftir annað markið

Gabriel Jesus skoraði annað mark Arsenal í 0-3 sigri á útivelli gegn Brentford í dag.


Jesus er dökkur á hörund og fagnaði markinu dansandi ásamt liðsfélaga sínum Bukayo Saka.

Þeir sendu þannig skilaboð til stuðnings Vinicus Junior hjá Real Madrid sem hefur verið mikið í fjölmiðlum eftir að hafa fagnað marki með dansi á dögunum.

Hann fékk gagnrýni fyrir dansinn og var einn umboðsmaður í fótboltaheiminum sem gaf rasíska gagnrýni sem knúði Real Madrid til að gefa frá sér yfirlýsingu.

Sjáðu fagnið


Athugasemdir
banner
banner
banner