Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   mán 18. september 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Unglingalandsliðsmaður skrifar undir hjá Fjölni
Mynd: Knattspyrnudeild Fjölnis
Knattspyrnudeild Fjölnis hefur gert þriggja ára samning við Jónatan Guðna Arnarsson en þetta var tilkynnt um helgina.

Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  0 Njarðvík

Jónatan er 16 ára gamall og uppalinn hjá félaginu en hann hefur æft með meistaraflokki félagsins í sumar og spilaði þá sinn fyrsta keppnisleik í 4-0 sigrinum á Njarðvík í lokaumferðinni á laugardag.

Hann gerði gott betur en það, heldur gerði hann einnig sitt fyrsta mark aðeins sjö mínútum eftir að hafa komið inn á völlinn. Jónatan verður væntanlega í hópnum þegar Fjölnir mætir Vestra í umspili um sæti í Bestu deildina þegar liðin eigast við á miðvikudag.

Þessi efnilegi leikmaður skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið, sem bindur miklar vonir við hann.

Jónatan á að baki sex leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner