
„Ótrúlega svekktur með það að við náðum ekki að vera nægilega góðir til að vinna þennan leik," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir jafntefli gegn ÍR í Boganum í dag.
Lestu um leikinn: Þór 1 - 1 ÍR
Siggi var ósáttur með markið sem ÍR-ingar skoruðu.
„Tel að við eigum að fá víti og boltinn skoppar fyrir utan teiginn og leikmaðurinn okkar hleypur á dómarann. Þeir komast upp, hann er einn á móti þremur en nær samt koma skoti á markið og skora. Það er pirrandi og týpískt fyrir okkur. Það þarf rosalega lítið, öll færi sem hinir fá verða að marki," sagði Siggi.
Marc Mcausland, fyrirliði ÍR, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að gefa Ibrahima Balde olnbogaskot. Orri Sigurjónsson fékk síðan sitt annað gula spjald fyrir brot á Bergvin Fannari Helgasyni.
„Fyrra er bara líkamsárás. Seinna er bara ævintýralegur klaufagangur hjá okkur," sagði Siggi.
Þórsarar eru í miklum meiðslavandræðum en Atli Þór Sindrason og Sigfús Fannar Gunnarsson þurftu að fara af velli í fyrri hálfleik.
„Hún er ekki góð. VIð erum að slá eitthvað heimsmet í meiðslum. Það fara tveir út af meiddir í fyrri hálfleik. Þetta eru leikmenn númer fimm og sex af framlínumönnum sem eru frá, það er pirrandi en við þurfum að komast í gegnum það," sagði Siggi.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 10 | 6 | 4 | 0 | 18 - 5 | +13 | 22 |
2. Njarðvík | 10 | 5 | 5 | 0 | 24 - 10 | +14 | 20 |
3. HK | 10 | 5 | 3 | 2 | 19 - 11 | +8 | 18 |
4. Þór | 10 | 5 | 2 | 3 | 25 - 17 | +8 | 17 |
5. Þróttur R. | 10 | 4 | 3 | 3 | 18 - 17 | +1 | 15 |
6. Völsungur | 10 | 4 | 1 | 5 | 16 - 23 | -7 | 13 |
7. Keflavík | 9 | 3 | 3 | 3 | 16 - 12 | +4 | 12 |
8. Grindavík | 9 | 3 | 2 | 4 | 23 - 25 | -2 | 11 |
9. Fylkir | 10 | 2 | 4 | 4 | 14 - 15 | -1 | 10 |
10. Leiknir R. | 10 | 2 | 3 | 5 | 12 - 24 | -12 | 9 |
11. Selfoss | 10 | 2 | 1 | 7 | 8 - 21 | -13 | 7 |
12. Fjölnir | 10 | 1 | 3 | 6 | 11 - 24 | -13 | 6 |
Athugasemdir