Arsenal lagði fram tilboð í Gyökeres - Pogba að fara til Mónakó - Newcastle vill Pedro
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
banner
   mán 09. júní 2025 19:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi talar um líkamsárás: Erum að slá heimsmet í meiðslum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ótrúlega svekktur með það að við náðum ekki að vera nægilega góðir til að vinna þennan leik," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir jafntefli gegn ÍR í Boganum í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 ÍR

Siggi var ósáttur með markið sem ÍR-ingar skoruðu.

„Tel að við eigum að fá víti og boltinn skoppar fyrir utan teiginn og leikmaðurinn okkar hleypur á dómarann. Þeir komast upp, hann er einn á móti þremur en nær samt koma skoti á markið og skora. Það er pirrandi og týpískt fyrir okkur. Það þarf rosalega lítið, öll færi sem hinir fá verða að marki," sagði Siggi.

Marc Mcausland, fyrirliði ÍR, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að gefa Ibrahima Balde olnbogaskot. Orri Sigurjónsson fékk síðan sitt annað gula spjald fyrir brot á Bergvin Fannari Helgasyni.

„Fyrra er bara líkamsárás. Seinna er bara ævintýralegur klaufagangur hjá okkur," sagði Siggi.

Þórsarar eru í miklum meiðslavandræðum en Atli Þór Sindrason og Sigfús Fannar Gunnarsson þurftu að fara af velli í fyrri hálfleik.

„Hún er ekki góð. VIð erum að slá eitthvað heimsmet í meiðslum. Það fara tveir út af meiddir í fyrri hálfleik. Þetta eru leikmenn númer fimm og sex af framlínumönnum sem eru frá, það er pirrandi en við þurfum að komast í gegnum það," sagði Siggi.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 8 5 3 0 12 - 4 +8 18
2.    HK 8 4 2 2 15 - 8 +7 14
3.    Njarðvík 7 3 4 0 17 - 7 +10 13
4.    Grindavík 7 3 2 2 20 - 15 +5 11
5.    Þór 7 3 2 2 17 - 14 +3 11
6.    Þróttur R. 7 3 2 2 13 - 11 +2 11
7.    Keflavík 6 3 1 2 14 - 8 +6 10
8.    Völsungur 7 3 0 4 10 - 16 -6 9
9.    Fylkir 8 1 4 3 9 - 12 -3 7
10.    Leiknir R. 8 2 1 5 9 - 21 -12 7
11.    Selfoss 7 2 0 5 6 - 15 -9 6
12.    Fjölnir 8 0 3 5 7 - 18 -11 3
Athugasemdir
banner
banner