Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mán 09. júní 2025 20:02
Alexander Tonini
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
Lengjudeildin
Bjarni í sólinni í Grafarvogi í dag.
Bjarni í sólinni í Grafarvogi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er náttúrulega bara frábær, mér fannst við eiga opnari færi hérna í dag. Þeir voru meira með boltann, en það var planið. Mér fannst heilt yfir þetta sanngjörn úrslit", sagði Bjarni Jóhannsson um tilfinningu sína eftir mikilvægan 0-2 sigur í fallbaráttunni gegn Fjölni.

„Ég veit það ekki, þú verður bara að ráða sagnfræðing í það að tékka á því, hvenær það kom fyrir síðast", svaraði Bjarni þegar fréttamaður spurði hvort hann muni eftir annari eins taphrynu á sínum langa ferli sem knattspyrnuþjálfari.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Selfoss

„Örugglega hefur það einhvern tímann komið fyrir og það er erfitt að rífa sig upp úr svona langri taphrynu. Þess vegna er ég extra ánægður með drengina mína í dag.

Við fengum fleiri færi en þessi tvö sem við gerðum mörkin úr. Það hefur líka verið í fyrri leikjum, munurinn núna og öðrum leikjum er sá að við skoruðum mörk í dag, sem er frábært og héldum hreinu"
, bætti bjarni við til að lýsa vandræðigangi liðsins fyrir framan markið.

Fyrir þennan leik hafði Selfoss aðeins skorað fjögur mörk í fyrstu sex leikjum, þrátt fyrir fjölda tækifæra að sögn Bjarna.

„Við fengum óvenju fá færri hér í dag, miðað við hina leikina, þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvernig manni líður þegar maður er alltaf að búa til færi en skorar ekki"

Athugasemdir
banner
banner