Arsenal lagði fram tilboð í Gyökeres - Pogba að fara til Mónakó - Newcastle vill Pedro
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
banner
   mán 09. júní 2025 20:02
Alexander Tonini
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
Lengjudeildin
Bjarni í sólinni í Grafarvogi í dag.
Bjarni í sólinni í Grafarvogi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er náttúrulega bara frábær, mér fannst við eiga opnari færi hérna í dag. Þeir voru meira með boltann, en það var planið. Mér fannst heilt yfir þetta sanngjörn úrslit", sagði Bjarni Jóhannsson um tilfinningu sína eftir mikilvægan 0-2 sigur í fallbaráttunni gegn Fjölni.

„Ég veit það ekki, þú verður bara að ráða sagnfræðing í það að tékka á því, hvenær það kom fyrir síðast", svaraði Bjarni þegar fréttamaður spurði hvort hann muni eftir annari eins taphrynu á sínum langa ferli sem knattspyrnuþjálfari.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Selfoss

„Örugglega hefur það einhvern tímann komið fyrir og það er erfitt að rífa sig upp úr svona langri taphrynu. Þess vegna er ég extra ánægður með drengina mína í dag.

Við fengum fleiri færi en þessi tvö sem við gerðum mörkin úr. Það hefur líka verið í fyrri leikjum, munurinn núna og öðrum leikjum er sá að við skoruðum mörk í dag, sem er frábært og héldum hreinu"
, bætti bjarni við til að lýsa vandræðigangi liðsins fyrir framan markið.

Fyrir þennan leik hafði Selfoss aðeins skorað fjögur mörk í fyrstu sex leikjum, þrátt fyrir fjölda tækifæra að sögn Bjarna.

„Við fengum óvenju fá færri hér í dag, miðað við hina leikina, þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvernig manni líður þegar maður er alltaf að búa til færi en skorar ekki"

Athugasemdir