Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   mán 09. júní 2025 20:02
Alexander Tonini
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
Lengjudeildin
Bjarni í sólinni í Grafarvogi í dag.
Bjarni í sólinni í Grafarvogi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er náttúrulega bara frábær, mér fannst við eiga opnari færi hérna í dag. Þeir voru meira með boltann, en það var planið. Mér fannst heilt yfir þetta sanngjörn úrslit", sagði Bjarni Jóhannsson um tilfinningu sína eftir mikilvægan 0-2 sigur í fallbaráttunni gegn Fjölni.

„Ég veit það ekki, þú verður bara að ráða sagnfræðing í það að tékka á því, hvenær það kom fyrir síðast", svaraði Bjarni þegar fréttamaður spurði hvort hann muni eftir annari eins taphrynu á sínum langa ferli sem knattspyrnuþjálfari.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Selfoss

„Örugglega hefur það einhvern tímann komið fyrir og það er erfitt að rífa sig upp úr svona langri taphrynu. Þess vegna er ég extra ánægður með drengina mína í dag.

Við fengum fleiri færi en þessi tvö sem við gerðum mörkin úr. Það hefur líka verið í fyrri leikjum, munurinn núna og öðrum leikjum er sá að við skoruðum mörk í dag, sem er frábært og héldum hreinu"
, bætti bjarni við til að lýsa vandræðigangi liðsins fyrir framan markið.

Fyrir þennan leik hafði Selfoss aðeins skorað fjögur mörk í fyrstu sex leikjum, þrátt fyrir fjölda tækifæra að sögn Bjarna.

„Við fengum óvenju fá færri hér í dag, miðað við hina leikina, þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvernig manni líður þegar maður er alltaf að búa til færi en skorar ekki"

Athugasemdir
banner