Aaron Wan-Bissaka, hægri bakvörður Manchester United, verður frá í allt að tvo mánuði vegna meiðsla aftan í læri. Frá þessu er greint á The Athletic í dag.
Wan-Bissaka kom inn á í lok leiks gegn Brighton á laugardag og varð fyrir meiðslum.
Wan-Bissaka kom inn á í lok leiks gegn Brighton á laugardag og varð fyrir meiðslum.
Erik ten Hag, stjóri United, sagði fyrir leikinn að Wan-Bissaka hefði glímt við veikindi í aðdraganda leiksins sem útskýrði hvers vegna Sergio Reguilon kom inn í byrjunarliðið.
Wan-Bissaka gæti því verið frá fram yfir landsleikjahléið í nóvember. Hann er 25 ára og var keyptur til United frá Crystal Palace árið 2019.
Hann byrjaði fyrstu fjóra leiki United í úrvalsdeildinni. Hann kom inn á fyrir Lisandro Martínez á 85. mínútu í 1-3 tapinu á laugardag.
Athugasemdir