Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
banner
sunnudagur 15. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
fimmtudagur 22. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Sambandsdeild UEFA - Umspil
miðvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
laugardagur 17. ágúst
Besta-deild karla
föstudagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
laugardagur 14. september
Championship
Leeds 0 - 1 Burnley
Millwall 0 - 1 Luton
Oxford United 1 - 0 Stoke City
Blackburn 3 - 0 Bristol City
Derby County 1 - 0 Cardiff City
Middlesbrough 1 - 1 Preston NE
Plymouth 3 - 2 Sunderland
Sheff Wed 1 - 1 QPR
Swansea 1 - 0 Norwich
Watford 1 - 1 Coventry
FA Cup
Lordswood 0 - 1 Sittingbourne
Bognor Regis Town 0 - 4 Margate
Cray Wanderers 1 - 1 Wingate and Finchley
AFC Stoneham 1 - 7 Salisbury
Ashford United 3 - 0 Corinthian
Aveley FC 1 - 2 Royston Town
Bath 2 - 1 Merthyr T
Bishops Cleeve 3 - 0 Torquay
Blyth Spartans 0 - 3 Bury
Bowers Pitsea 1 - 2 Biggleswade Town
Brentwood Town 2 - 2 Leiston
Bromsgrove 2 - 0 Bottesford
Burgess Hill Town 2 - 3 Amersham Town
Buxton 2 - 2 Barwell
Canvey Island 2 - 0 Felixstowe-Walton
Carshalton Athletic 1 - 0 South Park
Chester 3 - 0 Hebburn Town
Chichester - Slough Town - 14:00
Cray Valley 0 - 2 Chesham United
Crook 1 - 2 Witton Albion
Curzon Ashton 6 - 0 Barnoldswick
Dartford 2 - 0 Leatherhead
Dunston UTS 1 - 1 Scarborough Athletic
Eastbourne Borough 0 - 1 Boreham
Enfield Town 0 - 1 Peterborough Sports
Frome Town 0 - 1 Larkhall
Gainsborough 2 - 1 Grantham Town
Gorleston 2 - 2 Barking
Gosport Borough 2 - 2 Gloucester City
Guiseley 3 - 0 Northwich
Hanwell Town - Chertsey - 14:00
Harborough 4 - 2 Stourbridge
Haringey Borough - Witham Town - 14:00
Hastings Utd 1 - 0 Harefield
Hemel 0 - 1 Bishops Stortford
Hereford 1 - 1 Ilkeston
Herne Bay 3 - 0 Hendon
Hornchurch 2 - 1 Hashtag
Horsham - Dorking Wanderers - 14:00
Kettering 1 - 0 Cleethorpes Town
Kidderminster 2 - 1 Leek
Thatcham 1 - 0 Cheshunt
Leamington 1 - 0 Carlton Town
Lowestoft Town 5 - 2 Newmarket FC
Macclesfield Town 5 - 0 South Shields
Maidstone Utd 2 - 1 Hampton and Richmond
Melksham 1 - 1 Banbury United
Mickleover Sports 0 - 1 Anstey Nomads
Mossley 0 - 3 Chorley
Nailsea and Tickenham FC 1 - 6 Chippenham
Needham Market 0 - 3 St Albans
Newcastle Town 1 - 1 Scunthorpe United
Newcastle Benfield 0 - 1 Wythenshawe Town
Newton Aycliffe 1 - 1 Warrington Rylands
Oxford City 6 - 0 Willand
Plymouth Parkway 4 - 3 Westbury United
Poole Town 2 - 3 Taunton Town
Ramsgate 1 - 0 Broadbridge Heath
Rugby Town 2 - 2 Hednesford Town
Rushall Olympic 5 - 0 Sheffield FC
Shifnal Town - Redditch United - 14:00
Sholing 1 - 4 Weymouth
Southport 2 - 1 Hythe Town
Spalding United 0 - 0 Alfreton Town
Spennymoor Town 3 - 1 Morpeth Town
St Ives Town 5 - 0 Berkhamsted
Stockton Town 3 - 2 Marine
Tilbury 0 - 2 Chelmsford
Tonbridge Angels 2 - 1 Merstham
Truro City 0 - 2 Brackley
Walton-Hersham 2 - 1 Farnborough
Warrington Town 1 - 2 Radcliffe Boro
Welling United 0 - 1 Chatham
West D C 1 - 2 Darlington
Wimborne Town 0 - 2 Weston-super-Mare
Winchester City 1 - 1 Hungerford Town
Worksop Town 6 - 3 Basford United
Worthing 3 - 2 Havant and Waterlooville
Úrvalsdeildin
Bournemouth - Chelsea - 19:00
Aston Villa 3 - 2 Everton
Brighton 0 - 0 Ipswich Town
Crystal Palace 2 - 2 Leicester
Fulham 1 - 1 West Ham
Liverpool 0 - 1 Nott. Forest
Man City 2 - 1 Brentford
Southampton 0 - 3 Man Utd
Bundesligan
RB Leipzig 0 - 0 Union Berlin
Hoffenheim 1 - 4 Leverkusen
Freiburg 2 - 1 Bochum
Wolfsburg 1 - 2 Eintracht Frankfurt
Gladbach 1 - 3 Stuttgart
Holstein Kiel 1 - 5 Bayern
Bundesliga - Women
Carl Zeiss Jena W 0 - 1 Wolfsburg
Werder W 2 - 0 Potsdam W
Vináttulandsleikur
Japan U-18 - USA U-18 - 06:00
Portugal U-16 1 - 2 Denmark U-16
Turkey U-16 5 - 1 Romania U-16
Serie A
Como 2 - 2 Bologna
Empoli 0 - 0 Juventus
Milan - Venezia - 18:45
Serie A - Women
Roma W 1 - 1 Sassuolo W
Juventus W 4 - 2 Como 2000 W
Milan W 1 - 2 Fiorentina W
Eliteserien
Molde 6 - 1 Fredrikstad
Viking FK 1 - 0 KFUM Oslo
Toppserien - Women
Stabek W 1 - 3 Lillestrom W
Kolbotn W 0 - 5 SK Brann W
Asane W 1 - 0 Lyn W
Úrvalsdeildin
FK Krasnodar 2 - 0 Rostov
CSKA 0 - 1 Zenit
Fakel 0 - 0 Nizhnyi Novgorod
Orenburg 2 - 4 Lokomotiv
La Liga
Mallorca 1 - 2 Villarreal
Sevilla 1 - 0 Getafe
Real Sociedad - Real Madrid - 19:00
Espanyol 3 - 2 Alaves
Damallsvenskan - Women
Kristianstads W 4 - 1 AIK W
Vaxjo W 1 - 0 Pitea W
Norrkoping W 0 - 1 Hacken W
KIF Orebro W 0 - 4 Rosengard W
Elitettan - Women
Kalmar W 2 - 1 Mallbacken W
Malmo FF W 1 - 0 Gamla Upsala W
Bollstanas W 5 - 4 Jitex W
Uppsala W 1 - 0 Sundsvall W
banner
mið 04.sep 2024 14:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Fimm bestu varnarmenn Bestu: Sterkasta miðvarðapar íslenska boltans

Fótbolti.net hefur annað árið í röð sett saman fjórar mismunandi dómnefndir til að velja fimm bestu markverðina, varnarmennina, miðjumennina og sóknarmennina í Bestu deildinni - ein dómnefnd fyrir hvern flokk.

Sérfræðingarnir voru beðnir um að horfa ekki einungis til yfirstandandi tímabils í vali sínu, heldur á heildarmyndina. Þeir voru einfaldlega spurðir að því hver væri heilt yfir besti leikmaðurinn í stöðunni sem þeir voru spurðir út í. Núna er komið að því að kraftraða fimm bestu varnarmennina, frá eitt til fimm, út frá niðurstöðu í kosningu fimm sérfræðinga.

Kennie Chopart, mikilvægasti leikmaður Fram.
Kennie Chopart, mikilvægasti leikmaður Fram.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson, vindurinn.
Birkir Már Sævarsson, vindurinn.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic, kóngurinn í Kópavoginum.
Damir Muminovic, kóngurinn í Kópavoginum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Vatnhamar, Færeyingurinn síkáti.
Gunnar Vatnhamar, Færeyingurinn síkáti.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Ekroth er besti varnarmaður Bestu deildarinnar samkvæmt dómnefnd.
Oliver Ekroth er besti varnarmaður Bestu deildarinnar samkvæmt dómnefnd.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er á sínu þriðja tímabili með Víkingum.
Er á sínu þriðja tímabili með Víkingum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjá einnig:
Fimm bestu markverðir Bestu deildarinnar (2024)
Fimm bestu varnarmenn Bestu deildarinnar (2023)

Varnarmannadómnefndina skipuðu: Arnór Gauti Úlfarsson (ÍR), Dofri Snorrason (þjálfari hjá Fjölni), Freyr Bjarnason (fréttamaður og fyrrum leikmaður FH), Guðjón Árni Antoníusson (fyrrum leikmaður FH og Keflavíkur), Jón Ingason (ÍBV).

5. Kennie Chopart (Fram)
Í fimmta sæti á listanum er hinn mjög svo trausti Kennie Chopart en hann hefur verið mikilvægastur í sterku varnarliði Fram í sumar. Það hefur sést augljóslegur munur á liðinu þegar hann er ekki með. Daninn kom til Íslands árið 2012 og var þá öflugur framherji sem gerði það gott með Stjörnunni. Hann lék svo með Fjölni um stutt skeið áður en hann gekk í raðir KR. Það má svo sannarlega segja að hann hafi skrifað nafn sitt í sögubækurnar í Vesturbænum, en hann spilaði þar í sjö ár og leysti flestar stöður á vellinum. Í dag er hann leiðtogi í liði Fram.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Kennie:
„Reynsla, gæði og áreiðanleiki. Jafn mikilvægur í bæði vörn og sókn. Frábær á boltanum og traustur varnarmaður. Hefur sýnt áhorfendum deildarinnar sitt mikilvægi og verið stabíll leikmaður í efstu deild í mörg ár."

„Sterkur varnarmaður og mikill leiðtogi sem skilar alltaf sínu."

4. Birkir Már Sævarsson (Valur)
Var einnig á listanum í fyrra og er í sama sæti núna. Það vita allir sem fylgst hafa með íslenska landsliðinu hvað Birkir getur. Hann hefur gefið þjóðinni alveg gríðarlega mikið og er enn í fullu fjöri í Bestu deildinni. Er að verða fertugur í nóvember og er að stíga síðasta dansinn á Hlíðarenda, en hann er samt sem áður enn algjörlega frábær bakvörður.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Birki Má:
„Ótrúlega seigur leikmaður sem slær hvergi slöku við þrátt fyrir hækkandi aldur. Duglegur og veldur usla á vallarhelmingi andstæðinganna með hraða sínum."

„Mikil reynsla. Tekur alltaf þátt í sóknarleiknum. Mikill hraði og dugnaður."

3. Damir Muminovic (Breiðablik)
Damir hoppar upp um tvö sæti frá því í fyrra en þá var hann í fimmta sæti listans. Hann hefur myndað gríðarlega sterkt miðvarðapar með Viktori Erni Margeirssyni í Kópavoginum en þeir voru stórkostlegir þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar 2022 og hafa verið svo mjög góðir núna. Damir er límið í varnarleik Breiðabliks og án efa einn besti varnarmaður Bestu deildarinnar.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Damir:
„Hefur allan pakkann. Hæð, hraði, leiðtogi. Mikilvægur hlekkur í uppspili Blika. Harður í horn að taka."

„Lykilleikmaður hjá Breiðablik í langan tíma. Sterkur í loftinu, gefur góðar sendingar og almennt öflugur alhliða varnarmaður."

2. Gunnar Vatnhamar (Víkingur R.)
Færeyingurinn síkáti er í öðru sæti á listanum. Hann hefur breytt Víkingi til hins betra frá því hann kom til félagsins fyrir síðasta tímabil. Var óskrifað blað en sýndi það fljótt hversu frábær hann er. Hann getur leyst aðrar stöður á vellinum líka og er mikið að koma inn á miðsvæðinu. Það er auðvelt að líða vel þegar Gunnar Vatnhamar er í liðinu þínu.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Gunnar:
„Gunnar Vatnhamar er eins og svissneskur vasahnífur, hann er góður í 1v1 stöðum og gríðarlega mikill íþróttamaður. Hann er einnig með góða tækni og sendingar."

„Hefur allt í sínum leik til að vera frábær í Bestu deildinni. Ef hann væri Íslendingur, þá væri ekki útilokað að hann væri í landsliðinu. Við gætum vel notað hann."

1. Oliver Ekroth (Víkingur R.)
Á toppi listans er svo félagi Gunnars í hjarta varnarinnar hjá Víkingum, Svíinn Oliver Ekroth. Þeir mynda án efa besta miðvarðapar íslenska boltans, eru frábærir saman. Ekroth átti erfitt uppdráttar á sinni fyrstu leiktíð á Íslandi en er núna á sínu þriðja tímabili og honum líður afskaplega vel í Víkingi. Besti varnarmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt dómnefnd.

„Trúlega fyrsti maður á blað"

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Oliver:
„Frábær alhliða varnarmaður. Reynslumikill og traustur með afburða leikskilning. Sterkur í loftinu og á fótunum, góður á boltanum og alvöru skrokkur."

„Sænski miðvörðurinn verið algjör lykilmaður í liði Víkinga sem hefur allt unnið undanfarin ár , einstaklega sterkur í návígum bæði á jörðu og í lofti og erfitt að finna vankanta á hans leik. Leiðtogi liðsins og trúlega fyrsti maður á blað hjá Arnari Gunnlaugssyni í þessu gífurlega sterka Víkings liði."

Næst munum við birta listann yfir bestu miðjumennina, og svo eftir það sóknarmennina.
Athugasemdir
banner
banner