fim 12.sep 2024 13:15 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Fimm bestu sóknarmenn Bestu: Fimm út og fimm nýir inn
Fótbolti.net hefur annað árið í röð sett saman fjórar mismunandi dómnefndir til að velja fimm bestu markverðina, varnarmennina, miðjumennina og sóknarmennina í Bestu deildinni - ein dómnefnd fyrir hvern flokk.
Sérfræðingarnir voru beðnir um að horfa ekki einungis til yfirstandandi tímabils í vali sínu, heldur á heildarmyndina. Þeir voru einfaldlega spurðir að því hver væri heilt yfir besti leikmaðurinn í stöðunni sem þeir voru spurðir út í. Núna er það síðasta; kraftröðunin á fimm bestu sóknarmönnunum, frá eitt til fimm, út frá niðurstöðu í kosningu fimm sérfræðinga. Það mátti velja bæði níur og kantmenn.
Sjá einnig:
Fimm bestu markverðir Bestu deildarinnar (2024)
Fimm bestu varnarmenn Bestu deildarinnar (2024)
Fimm bestu miðjumenn Bestu deildarinnar (2024)
Fimm bestu sóknarmenn Bestu deildarinnar (2023)
Sóknarmannadómnefndina skipuðu: Arnar Laufdal (kantmaður Augnabliks og fréttamaður Fótbolta.net), Guðjón Baldvinsson (fyrrum sóknarmaður KR og Stjörnunnar), Magnús Þórir Matthíasson (fyrrum leikmaður Keflavíkur og fleiri félaga, og lýsandi á Stöð 2 Sport), Oliver Heiðarsson (ÍBV), Tryggvi Guðmundsson (fyrrum markakóngur)."
5. Viktor Jónsson (ÍA)
Það var umræðan fyrir tímabil hvort að Viktor gæti skorað í Bestu deildinni. Hann hafði alltaf raðað inn mörkum í Lengjudeildinni og gerði það í fyrra þegar ÍA komst upp, en hann hafði aldrei gert það í deild þeirra bestu. Fyrr en núna. Er núna markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með 16 mörk.
Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Viktor:
„Komst á gott skrið á Skaganum eftir létt flakk. Afar góður skallamaður, vinnusamur og góður slúttari."
„Besti markarskorarinn í deildinni, hann er einhvern veginn alltaf markahæstur og elskar að skora þrennur, er frábær í loftinu og að skora einföldu mörkin sem telja jafn mikið og flóknu."
„Langmarkahæsti leikmaður deildarinar og talandi um að bíða eftir hlutum, núna eru aðdaáendur íslenska fótboltans loksins að sjá hvers megnugur Viktor Jónsson er þegar hann er í stuði og fullur sjálfstrausts. Hreinræktuð nía sem er alltaf gaman að sjá í nútíma fótbolta."
4. Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Jónatan, sem er afar öflugur kantmaður, kom aftur í Bestu deildina fyrir tímabilið og það voru margir að spyrja sig 'af hverju'? Hann var búinn að spila vel í Noregi með Sogndal en hann ákvað að koma heim og hefur gert mjög vel á Hlíðarenda. Einn af nokkrum - ekki mörgum - leikmönnum Vals sem getur haldið höfðinu átt eftir tímabilið sem hann er búinn að eiga.
Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Jónatan:
„Ellefu mörk í sumar frá Jónatani + nokkrar stoðsendingar. Er að sýna á þessu tímabili þau ótrúlegu gæði sem maður beið stundum eftir þegar hann var í FH, frábær tækni og með frábæran vinstri fót."
„Hef spilað og æft með honum og hann er með frábæra tækni, snöggur og elskar að hafa boltann. Hann getur lagt upp og skorað og hefur sýnt það í ár og mun halda því áfram."
„Frábær leikmaður sem hefur komið af miklum krafti aftur inn í íslenska boltann."
3. Emil Atlason (Stjarnan)
Síðustu þrjú tímabil hefur Emil sýnt hvers hann er megnugur. Fann sg í Garðabænum og er núna klárlega ein besta nían í þessari deild. Hefur svo mikið í sínum leik. Emil hefur núna þrjú tímabil í röð skorað tíu mörk eða meira í Bestu deildinnni.
Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Emil:
„Að mínu mati besti framherjinn í deildinni, hann ætti að geta skorað í hverjum einasta leik. Hann er mjög góður í löppunum og að aðstoða í uppspili. Maður spyr sig bara hvar hann væri ef meiðslin hefðu ekki tafið ferilinn."
„Alltaf solid einhver veginn. Hefur verið einn mikilvægasti leikmaður Stjörnurnar síðustu ár með sínum leikskilningi og gjörðum. Afburðar góður skallamaður og klárar færin vel."
„Einn sá besti í að pósta upp og finna samherja, haförn í loftinu einsog allir vita og betri í fótbolta almennt en hann fær oft kredit fyrir en hann er öflug vítaskytta, getur skorað beint úr aukaspyrnum og góður að taka færin sín."
2. Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Ísak Snær hefur verið virkilega sterkur fyrir Breiðablik að undanförnu en Blikar eru komnir á toppinn í Bestu deildinni. Ísak, sem var besti leikmaður Blika er þeir urðu Íslandsmeistarar fyrir tveimur árum, hefur verið iðinn við kolann að undanförnu eftir að hafa farið hægt af stað. Ísak er á láni hjá Blikum frá Rosenborg en þegar hann er á deginum sínum, þá er hann svindlkall í þessari deild.
Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Ísak:
„Styrkur og hraði sem fáir ráða við, góður að pósta upp á samherja og flikka boltanum í hlaupalínur hjá þeim, öflugur slúttari."
„Á deginum sínum er þetta líklega hættulegasti framherji Bestu deildarinnar, bara unplayable. Hann hefur í raun og veru allt sem þarf, hraði, styrkur, tækni, slútt og skalli en vantar stundum þennan stöðugleika og mæta inn í mótið í sínu besta standi, geta gert þetta yfir 22 leiki + úrslitakeppni."
„Það er ótrúlega erfitt við hann að eiga þar sem hann er með styrk sem aðrir leikmenn í deildinni ráða ekki við. Skemmtilegt hvernig hann fór úr því að vera miðjumaður í það að vera stórkostlegur markaskorari."
1. Patrick Pedersen (Valur)
Á toppnum er danski markahrókurinn sem hefur spilað nánast samfleytt með Val frá 2013. Hann skilar alltaf sínum mörkum en hann hefur tekið skref fram á við í sumar eftir að það hafði aðeins hægst á honum. Að mati dómnefndar sem Fótbolti.net setti saman, þá er hann besti sóknarmaður Bestu deildarinnar en hann fékk mjög góða kosningu.
Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Patrick:
„Hefur sýnt gæði sín í mörg ár með Val. Alltaf rétt staðsettur og klárar færin sín vel."
„Með gjörsamlega galið marka record og manni líður alltaf illa vitandi af PP í vítateig andstæðingana, tilbúinn að skora mörk, ótrúlegur framherji."
„Besta nían í deildinni, gríðarlegur leikskilningur og besti slúttarinn í deildinni, okkar Harry Kane – getur skorað mörk úr öllum regnbogans litum."
„Einstaklega góður að koma sér í færi og nýtir þau vel enda að nálgast markametið hjá einum gömlum og góðum. Er einnig mjög góður í uppspili og skilar bolta vel frá sér."
Fimm bestu markverðir Bestu deildarinnar (2024)
Fimm bestu varnarmenn Bestu deildarinnar (2024)
Fimm bestu miðjumenn Bestu deildarinnar (2024)
Fimm bestu sóknarmenn Bestu deildarinnar (2023)
Sóknarmannadómnefndina skipuðu: Arnar Laufdal (kantmaður Augnabliks og fréttamaður Fótbolta.net), Guðjón Baldvinsson (fyrrum sóknarmaður KR og Stjörnunnar), Magnús Þórir Matthíasson (fyrrum leikmaður Keflavíkur og fleiri félaga, og lýsandi á Stöð 2 Sport), Oliver Heiðarsson (ÍBV), Tryggvi Guðmundsson (fyrrum markakóngur)."
5. Viktor Jónsson (ÍA)
Það var umræðan fyrir tímabil hvort að Viktor gæti skorað í Bestu deildinni. Hann hafði alltaf raðað inn mörkum í Lengjudeildinni og gerði það í fyrra þegar ÍA komst upp, en hann hafði aldrei gert það í deild þeirra bestu. Fyrr en núna. Er núna markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með 16 mörk.
Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Viktor:
„Komst á gott skrið á Skaganum eftir létt flakk. Afar góður skallamaður, vinnusamur og góður slúttari."
„Besti markarskorarinn í deildinni, hann er einhvern veginn alltaf markahæstur og elskar að skora þrennur, er frábær í loftinu og að skora einföldu mörkin sem telja jafn mikið og flóknu."
„Langmarkahæsti leikmaður deildarinar og talandi um að bíða eftir hlutum, núna eru aðdaáendur íslenska fótboltans loksins að sjá hvers megnugur Viktor Jónsson er þegar hann er í stuði og fullur sjálfstrausts. Hreinræktuð nía sem er alltaf gaman að sjá í nútíma fótbolta."
4. Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Jónatan, sem er afar öflugur kantmaður, kom aftur í Bestu deildina fyrir tímabilið og það voru margir að spyrja sig 'af hverju'? Hann var búinn að spila vel í Noregi með Sogndal en hann ákvað að koma heim og hefur gert mjög vel á Hlíðarenda. Einn af nokkrum - ekki mörgum - leikmönnum Vals sem getur haldið höfðinu átt eftir tímabilið sem hann er búinn að eiga.
Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Jónatan:
„Ellefu mörk í sumar frá Jónatani + nokkrar stoðsendingar. Er að sýna á þessu tímabili þau ótrúlegu gæði sem maður beið stundum eftir þegar hann var í FH, frábær tækni og með frábæran vinstri fót."
„Hef spilað og æft með honum og hann er með frábæra tækni, snöggur og elskar að hafa boltann. Hann getur lagt upp og skorað og hefur sýnt það í ár og mun halda því áfram."
„Frábær leikmaður sem hefur komið af miklum krafti aftur inn í íslenska boltann."
3. Emil Atlason (Stjarnan)
Síðustu þrjú tímabil hefur Emil sýnt hvers hann er megnugur. Fann sg í Garðabænum og er núna klárlega ein besta nían í þessari deild. Hefur svo mikið í sínum leik. Emil hefur núna þrjú tímabil í röð skorað tíu mörk eða meira í Bestu deildinnni.
Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Emil:
„Að mínu mati besti framherjinn í deildinni, hann ætti að geta skorað í hverjum einasta leik. Hann er mjög góður í löppunum og að aðstoða í uppspili. Maður spyr sig bara hvar hann væri ef meiðslin hefðu ekki tafið ferilinn."
„Alltaf solid einhver veginn. Hefur verið einn mikilvægasti leikmaður Stjörnurnar síðustu ár með sínum leikskilningi og gjörðum. Afburðar góður skallamaður og klárar færin vel."
„Einn sá besti í að pósta upp og finna samherja, haförn í loftinu einsog allir vita og betri í fótbolta almennt en hann fær oft kredit fyrir en hann er öflug vítaskytta, getur skorað beint úr aukaspyrnum og góður að taka færin sín."
2. Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Ísak Snær hefur verið virkilega sterkur fyrir Breiðablik að undanförnu en Blikar eru komnir á toppinn í Bestu deildinni. Ísak, sem var besti leikmaður Blika er þeir urðu Íslandsmeistarar fyrir tveimur árum, hefur verið iðinn við kolann að undanförnu eftir að hafa farið hægt af stað. Ísak er á láni hjá Blikum frá Rosenborg en þegar hann er á deginum sínum, þá er hann svindlkall í þessari deild.
Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Ísak:
„Styrkur og hraði sem fáir ráða við, góður að pósta upp á samherja og flikka boltanum í hlaupalínur hjá þeim, öflugur slúttari."
„Á deginum sínum er þetta líklega hættulegasti framherji Bestu deildarinnar, bara unplayable. Hann hefur í raun og veru allt sem þarf, hraði, styrkur, tækni, slútt og skalli en vantar stundum þennan stöðugleika og mæta inn í mótið í sínu besta standi, geta gert þetta yfir 22 leiki + úrslitakeppni."
„Það er ótrúlega erfitt við hann að eiga þar sem hann er með styrk sem aðrir leikmenn í deildinni ráða ekki við. Skemmtilegt hvernig hann fór úr því að vera miðjumaður í það að vera stórkostlegur markaskorari."
1. Patrick Pedersen (Valur)
Á toppnum er danski markahrókurinn sem hefur spilað nánast samfleytt með Val frá 2013. Hann skilar alltaf sínum mörkum en hann hefur tekið skref fram á við í sumar eftir að það hafði aðeins hægst á honum. Að mati dómnefndar sem Fótbolti.net setti saman, þá er hann besti sóknarmaður Bestu deildarinnar en hann fékk mjög góða kosningu.
„Okkar Harry Kane"
Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Patrick:
„Hefur sýnt gæði sín í mörg ár með Val. Alltaf rétt staðsettur og klárar færin sín vel."
„Með gjörsamlega galið marka record og manni líður alltaf illa vitandi af PP í vítateig andstæðingana, tilbúinn að skora mörk, ótrúlegur framherji."
„Besta nían í deildinni, gríðarlegur leikskilningur og besti slúttarinn í deildinni, okkar Harry Kane – getur skorað mörk úr öllum regnbogans litum."
„Einstaklega góður að koma sér í færi og nýtir þau vel enda að nálgast markametið hjá einum gömlum og góðum. Er einnig mjög góður í uppspili og skilar bolta vel frá sér."
Athugasemdir