Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 18. september 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Rodri ekki að hugsa um Real Madrid - „Ég á þrjú ár eftir af samningnum“
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Rodri er ekki farinn að hugsa sér til hreyfings en hann var spurður út í áhuga spænska stórliðsins Real Madrid á dögunum.

Rodri hefur án nokkurs vafa verið besti miðjumaður heims síðustu ár.

Hann skoraði sigurmark Man City í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á síðasta ári og átti risastóran þátt í síðustu fjórum Englandsmeistaratitlum félagsins.

Þá varð hann Evrópumeistari með spænska landsliðinu en Independent segir að Real Madrid sé nú farið að horfa til hans fyrir næsta sumar.

Miðjumaðurinn, sem er talinn líklegur til þess að vinna Ballon d'Or í október, segist ekki vera að hugsa sér til hreyfings.

„Ég á þrjú ár eftir af samningi mínum hjá Manchester City og þegar ég skrifa undir samning þá er ég ekki að hugsa um önnur lið. Ég á þrjú ár eftir og hef ekkert meira um þetta mál að segja,“ sagði Rodri við fjölmiðla.

Rodri framlengdi samning sinn við Man City fyrir tveimur árum og gildir hann því til 2027.
Athugasemdir
banner
banner
banner