Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. nóvember 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Daniele Bonera stýrir AC Milan í fjarveru Pioli
Mynd: Getty Images
Daniele Bonera, fyrrum leikmaður AC Milan og núverandi partur af þjálfarateymi Stefano Pioli, mun vera á hliðarlínunni er Milan mætir Napoli um helgina.

Hinn 39 ára gamli Bonera spilaði rúmlega 200 leiki á tíma sínum hjá Milan. Hann var miðvörður að upplagi og fékk því lítið af tækifærum með ítalska landsliðinu enda samkeppnin afar hörð.

Milan hefur farið vel af stað á nýju tímabili undir stjórn Pioli en þjálfarinn er með kórónuveiruna og getur því ekki verið viðstaddur stórleikinn um helgina.

Milan er á toppi Serie A með 17 stig eftir 7 umferðir. Napoli er með 14 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner