Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 18. desember 2020 17:26
Elvar Geir Magnússon
Albert látinn æfa með varaliðinu
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Hollenskir fjölmiðlar greina frá því að íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson hafi verið látinn æfa með varaliði AZ Alkmaar undanfarna daga.

Í þeim tveimur deildarleikjum sem Pascal Jansen hefur stýrt síðan Arne Slot var rekinn hefur Albert verið ónotaður varamaður. Hann verður svo að öllum líkindum utan hóps í leik gegn Willem II.

Voetbalzone segir að Jansen sé að refsa Alberti en ekki er vitað fyrir hvað. Ágiskanir eru í gangi um að Albert hafi verið ósáttur við hlutverk sitt í liðinu.

Albert klúðraði dauðafæri þegar AZ tapaði fyrir NK Rijeka frá Króatíu í Evrópudeildinni. AZ Alkmaar féll úr leik í Evrópudeildinni en fyrir það var Slot rekinn eftir að fréttir bárust af því að hann væri í viðræðum við Feyenoord og mikill titringur myndaðist innan félagsins.

Pascal Jansen tók við til bráðabirgða eftir að Slot var rekinn en hann hafði verið hans aðstoðarmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner