
Enska landsliðið fór ekki tómhent heim af HM í Katar en liðið vann háttvísisverðlaun mótsins.
Englendingar fengu aðeins eitt spjald á öllu mótinu en það var Harry Maguire sem nældi sér í gult spjald í 8-liða úrslitum gegn Frökkum er hann gaf Antoine Griezmann olnbogaskot.
Verðlaunin voru afhend á sérstakri athöfn eftir úrslitaleik Argentínu og Frakklands.
Háttvísisverðlaunin eru afhend því liðið sem er með fæst spjöld á mótinu.
Spánn vann þessi verðlaun á HM 2018 og Kólumbía svo á mótinu á undan.
#ENG have won the #FIFAWorldCup Fair Play Trophy pic.twitter.com/G2geOz4Esc
— Simon Peach (@SimonPeach) December 18, 2022
Athugasemdir