Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 19. janúar 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer Óskar og Þorbergur léku með HK
Kristófer í leik með Aftureldingu í fyrra.
Kristófer í leik með Aftureldingu í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK mætti Keflavík í gær í Fótbolti.net mótinu. Leikið var í Kórnum og mátti sjá tvö óvænt nöfn á skýrslu HK.

Kristófer Óskar Óskarsson og Þorbergur Þór Steinarsson léku með HK en þeir eru ekki skráðir í félagið.

Kristófer er uppalinn í Fjölni en samningur hans við félagið rann út eftir síðasta tímabil. Hann lék á láni frá Fjölni hjá Aftureldingu síðasta sumar. Þar skoraði hann átta mörk í sextán leikjum.

Þorbergur er Bliki sem leikið hefur með Augnabliki síðustu tvö sumur. HK getur fengið báða leikmennina á frjálsri sölu þar sem Þorbergur er einnig samningslaus.

Leikurinn í gær endaði með 3-5 sigri Keflavíkur og skoruðu þrír leikmenn tvennu í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner