Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 19. janúar 2023 21:58
Brynjar Ingi Erluson
England: Magnaður endurkomusigur Man City á Etihad
Riyad Mahrez skoraði tvö fyrir Man City
Riyad Mahrez skoraði tvö fyrir Man City
Mynd: EPA
Dejan Kulusevski kom Tottenham yfir eftir mistök frá Ederson
Dejan Kulusevski kom Tottenham yfir eftir mistök frá Ederson
Mynd: EPA
Erling Braut Haaland er kominn aftur á skrið
Erling Braut Haaland er kominn aftur á skrið
Mynd: EPA
Manchester City 4 - 2 Tottenham
0-1 Dejan Kulusevski ('44 )
0-2 Emerson ('45 )
1-2 Julian Alvarez ('51 )
2-2 Erling Haland ('53 )
3-2 Riyad Mahrez ('63 )
4-2 Riyad Mahrez ('90 )

Englandsmeistarar Manchester City unnu frábæran 4-2 endurkomusigur á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni á Etihad-leikvanginum í kvöld eftir að hafa lent tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik.

Tottenham spilaði mjög agaðan leik gegn heimamönnum. Man City átti erfitt með að skapa sér pláss á miðjunni og voru liðin mest megnis í því að láta reyna fyrir utan teig.

Erling Haaland kom sér nokkrum sínum í fína sénsa undir lok fyrri hálfleiks áður en gestirnir tóku forystuna. Ederson átti skelfilega sendingu frá marki sem var ætluð Rodri. Rodrigo Bentancur komst inn í sendinguna og fór boltinn þaðan til Dejan Kulusevski sem afgreiddi boltann í netið.

Leikmenn Tottenham voru ekki hættir. Þeir sóttu hægra megin í teignum og var boltinn við það að fara úr leik er Harry Kane náði að tækla Rodri, stela boltanum og ná skoti á markið sem Ederson varði út í teiginn. Emerson var fljótastur að átta sig og náði að stanga boltann í netið.

Tottenham í draumalandi og fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn en Englandsmeistararnir sýndu og sönnuðu í þeim síðari af hverju þeir geta kallað sig meistara.

Julian Alvarez minnkaði muninn á 51. mínútu eftir fyrirgjöf frá Riyad Mahrez áður en Erling Braut Haaland jafnaði metin tveimur mínútum síðar. Rodri átti langan bolta á Mahrez sem skallaði hann á Haaland og náði sá norski að stýra honum í netið með höfðinu.

Ivan Perisic var nálægt því að koma Totttenham yfir á 60. mínútu en hinn ungi og efnilegi Rico Lewis bjargaði naumlega á línu og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Mahrez þriðja mark Man City. Vængmaðurinn fékk boltann hægra megin við vítateiginn, tók tvöföld skæri áður en hann þrumaði boltanum úr erfiðu færi í netið. Hugo Lloris hefði átt að gera betur í markinu enda virtist færið næstum ómögulegt.

Mahrez gerði út um leikinn undir lokin. Clement Lenglet, sem kom inná sem varamaður í vörn Tottenham, átti hræðilega móttöku í vörninni sem varð til þess að Mahrez stal boltanum og skoraði framhjá Lloris.

Lokatölur 4-2 fyrir Man City sem er í öðru sæti og fimm stigum á eftir Arsenal. Tottenham er í 5. sæti með 33 stig og nú tapað síðustu tveimur leikjum í röð í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner