Carlos Baleba, leikmaður Brighton á Englandi, gerðist sekur um heimskulegt brot í leik liðsins við Manchester United á Old Trafford í dag með því að hoppa aftan á Joshua Zirkzee í teignum.
Baleba, sem hafði nokkrum mínútum áður átt stórkostlega sendingu í aðraganda marks Brighton, hoppaði aftan á Zirkzee og setti hönd utan um höfuð hans.
Zirkzee var að munda skotfótinn í teignum áður en Baleba ákvað að taka þessa heimskulegu ákvörðun. Dómarinn veifaði höndum og virtist ekki ætla að aðhafast frekar, en VAR skar sig inn í leikinn.
Vítaspyrna var dæmd og var það fyrirliðinn, Bruno Fernandes, sem steig á punktinn og jafnaði metin.
Sjáðu vítaspyrnudóminn og markið hér
What sport is Baleba trying to play here? pic.twitter.com/z8C11Vlqxs
— Adam (@AdamJoseph____) January 19, 2025
Athugasemdir