Rashford langar til Barcelona - City búið að finna Belga fyrir De Bruyne - Kounde til Chelsea - Diaz til Sádí Arabíu eða Barcelona
   sun 19. janúar 2025 14:34
Brynjar Ingi Erluson
Fernandes jafnaði úr vítaspyrnu - Hvað var Baleba að spá?
Carlos Baleba, leikmaður Brighton á Englandi, gerðist sekur um heimskulegt brot í leik liðsins við Manchester United á Old Trafford í dag með því að hoppa aftan á Joshua Zirkzee í teignum.

Baleba, sem hafði nokkrum mínútum áður átt stórkostlega sendingu í aðraganda marks Brighton, hoppaði aftan á Zirkzee og setti hönd utan um höfuð hans.

Zirkzee var að munda skotfótinn í teignum áður en Baleba ákvað að taka þessa heimskulegu ákvörðun. Dómarinn veifaði höndum og virtist ekki ætla að aðhafast frekar, en VAR skar sig inn í leikinn.

Vítaspyrna var dæmd og var það fyrirliðinn, Bruno Fernandes, sem steig á punktinn og jafnaði metin.

Sjáðu vítaspyrnudóminn og markið hér


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner