Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   sun 19. janúar 2025 12:45
Brynjar Ingi Erluson
Gengið frá samkomulagi um Antony eftir leikinn í dag
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Betis er að fá brasilíska vængmanninn Antony á láni frá Manchester United en Fabrizio Romano segir að samkomulag verði í höfn eftir leik United gegn Brighton í dag.

Antony er 24 ára gamall en kaupin á honum voru sögð afar spennandi þegar hann gekk í raðir United frá Ajax fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

United greiddi um það bil 90 milljónir punda fyrir leikmanninn sem hafði sýnt sínar bestu hliðar í Hollandi, en hann náði aldrei að leika það eftir á Englandi.

Í dag eru kaupin sögð ein þau verstu í sögu United en hann fær möguleika á að endurvekja ferlinn á þessu tímabili. Romano sagði frá því í morgun að Antony væri á leið til Real Betis á láni og styttist óðfluga í samkomulag.

Félögin eru að nálgast munnlegt samkomulag og verður síðan gengið frá öllum helstu atriðum samningsins eftir leik Manchester United og Brighton í dag.

United mun greiða hluta launanna og verður ekkert kaupákvæði í samningnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner