Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Turnar segja sögur: Gullmörk, bikarævintýri og fallslagur í Noregi!
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Uppbótartíminn - Núna fer hausinn á EM
Tveggja Turna Tal - Ásmundur Guðni Haraldsson
Þjálfarar sem vita nákvæmlega hvað Ástríðan snýst um!
Útvarpsþátturinn - Þjálfaraskiptin á Skaganum
Turnar Segja Sögur - Kamerún 1990
   sun 19. febrúar 2017 13:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Fjölnisþrennan: Team Europe alla leið
Viðar Ari, Birnir Snær og Ægir Jarl.
Viðar Ari, Birnir Snær og Ægir Jarl.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Viðar Ari í leik í Pepsi-deildinni.
Viðar Ari í leik í Pepsi-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Binni bolti í leik gegn Blikum.
Binni bolti í leik gegn Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír ungir Fjölnismenn mættu í útvarpsþáttinn Fótbolti.net og ræddu við Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson. Það eru þeir Viðar Jónsson, Birnir Snær Ingason og Ægir Jarl Jónasson.

Grafarvogsliðið hefur spilað stórskemmtilega á undirbúningstímabilinu. Viðar er algjör lykilmaður sem bakvörður hjá liðinu og sóknarleikmennirnir Birnir og Ægir hafa verið að skapa sér nöfn með flottri spilamennsku.

„Ég held að ég hafi aldrei lagt eins mikið á mig og núna á undirbúningstímabilinu. Ég hef tekið ýmsa hluti í gegn og vona að ég geri einhverja stærri hluti í sumar," segir Birnir og Ægir tekur í sama streng.

Ægir fór til reynslu til Króatíu í vetur og segir það hafa verið mikla upplifun og reynslu.

„Ég fór í tíu daga til Hajduk Split. Það var mjög fínt. Við fórum þarna tveir saman ég og Djordje (Panic) og gistum saman í eldgömlu herbergi á vellinum. Fótboltalega séð er þetta mjög gott og það var gott fyrir mig að æfa með svona alvöru atvinnumannaliði. Ég stóð mig vel á æfingum og það er gott fyrir mig að sjá að það er ekki mjög stórt bil í þetta. Þetta var rosalega góð reynsla," segir Ægir sem efast um að hann hefði verið tilbúinn að semja við liðið á þessum tímapunkti.

„Ég veit ekki með það. Ég vil frekar spila almennilega í Pepsi-deildinni og ná mjög góðu sumri áður en ég fer út. Það er spes að fara til Króatíu. Það er grillað tungumál þarna, þeir tala enga ensku, og ég skildi ekki neitt."

Viðar var á bekknum í úrvalsliði Pepsi-deildarinnar fyrir síðasta tímabil og hefur verið að taka þátt í landsliðsverkefnum. Hann er kominn með tvo A-landsleiki á ferilskránna og setur stefnuna á að komast sem fyrst í atvinnumennsku.

„Við skulum vona það.... Jú það er á hreinu, ég ætla að lofa ykkur því. Þetta verður árið. Ég ætla að kýla á atvinnumennsku. Mér finnst ég vera klár í það og væri mikið til í að taka skrefið," segir Viðar.

Birnir hefur fengið viðurnefnið Binni bolti og er ánægður með það. „Ég er að elska Binna bolta nafnið. Það er mjög skemmtilegt," segir Birnir sem hefur vakið talsverða athygli á Instagram þar sem boðið eru upp á rándýrar myndir. Hver tekur þessar myndir?

„Ég vil helst ekkert vera að gefa það upp," segir Birnir og uppsker hlátur. „Systir mín og kærastinn hennar eru að æfa að taka ljósmyndir og svona. Ég fer í verkefni fyrir þau og svona, það er hrikalega gaman að taka þátt í því."

Fjölnismenn voru lengi í baráttu um Evrópusæti í fyrra en misstu af sætinu á lokasprettinum. Það er augljóst hvert markmiðið er hjá liðinu fyrir sumarið.

„Það er Team Europe alla leið. Við vorum ansi nálægt því í fyrra en það vantaði herslumuninn. Ef við hefðum tekið nokkur stig í viðbót værum við í Evrópu í dag," segir Viðar Ari en þetta hressandi viðtal við þá stráka má heyra í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir