Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. febrúar 2020 13:00
Fótbolti.net
Meistaraspáin - Hvað gerir Tottenham gegn Leipzig?
Tottenham fær Leipzig í heimsókn í kvöld.
Tottenham fær Leipzig í heimsókn í kvöld.
Mynd: Getty Images
Atalanta hefur vakið athygli á þessu tímabili.
Atalanta hefur vakið athygli á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Kristján Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, og Óli Stefán Flóventsson, þjálfari karlaliðs KA, mæta fréttamönnum Fótbolta.net í léttum leik í tengslum við útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

Í kvöld eru tveir leikir á dagskrá í 16-liða úrslitunum.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Kristján Guðmundsson

Tottenham 1 - 3 RB Leipzig
Það verður áhugavert að sjá hvort uppsveifla á gengi Tottenham undanfarið hjálpi þeim gegn Leipzig. Ég hef reyndar ekki trú á því og leikmenn Spurs ráða ekkert við hápressu og hlaupagetu þýska liðsins.

Atalanta 3 - 0 Valencia
Stórsigur ítalska liðsins og þeir afgreiða þetta einvígi strax á heimavelli. Ævintýrið heldur áfram.

Óli Stefán Flóventsson

Tottenham 2 - 1 RB Leipzig
Athyglisverð rimma þarna. Gamli skólinn á móti þeim nýja segja einhverjir eða Móri á móti Nageslmann sem er ekki nema 33 ára gamall. Leipzig hafa verið flottir. Þeirra einkenni er há ákefðar leikur og pressa mikið. Tottenham hafa verið að gera fína hluti undir stjórn Móra. Hans einkenni eru hreinlega að vinna. Það kæmir mér ekki neitt á óvart að reynslan tæki æskuna í þessu einvígi þrátt fyrir að það vanti bæði Kane og Son. Ég segi 2-1 fyrir Tottenham.

Atalanta 2 - 0 Valencia
Ég er mjög hrifinn af Atalanta liðinu. Þeir eru að vinna í þriggja hafsenta kerfi Italian style sem hefur virkað mjög vel fyrir þá. Atalanta eru að skora mjög mikið í Seria A. Sem dæmi hafa þeir skorað 17 mörkum meira en Juventus og 14 mörkum meira en Inter. Valencia hefur á móti ekki verið sannfærandi í vetur. Þeir hafa fengið mikið af mörkum á sig. Ég held að Atalata vinni þetta einvígi og byrji á 2-0 sigri í kvöld.

Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Tottenham 1 - 2 Leipzig
Tottenham elskar að fá mörk á sig og Leipzig mun sigra í kvöld. Leipzig kemst í 0-2 en Lucas Moura minnkar muninn. Mourinho verður súr eftir leik þar sem amk annað mark Leipzig verður gjöf.

Atalanta 2 - 0 Valencia
Atalanta er að spila sinn fyrsta leik í útsláttarkeppninni og á heimaleik í kvöld. Liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum og vinnst sigur í kvöld. Valencia er í meiðslabrasi og munu Ilicic og Zapata sjá um markaskorunina í kvöld.

Staðan í heildarkeppninni:
Fótbolti.net - 3 stig
Kristján Guðmundsson - 0 stig
Óli Stefán Flóventsson - 0 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner