Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. febrúar 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Markakóngur 4. deildar í Hött/Huginn (Staðfest)
Eiríkur Þór Bjarkason.
Eiríkur Þór Bjarkason.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Höttur/Huginn hefur fengið framherjann Eirík Þór Bjarkason í sínar raðir frá Hvíta Riddaranum. Eiríkur var markakóngur í 4. deildinni í fyrra en hann skoraði 26 mörk í 17 leikjum með Hvíta Riddaranum.

„Eiríkur er stór, sterkur og mikill markahrókur og hefur leikið með okkur í Kjarnafæðismótinu og sýnt fína takta og skorað nokkur mörk," segir á Facebooksíðu Hattar/Hugins.

„Við væntum þess að hann slaki ekkert á í markaskoruninni og hjálpi liðinu við að ná árangri í sumar."

Sóknarmennirnir Ivan Bubalo, Ignacio Martinez og Knut Erik Mykleburst eru allir farnir frá Hetti/Hugin frá síðasta tímabili en liðið endaði þá í 6. sæti í 3. deildinni.

Auk Eiríks á spænski sóknarmaðurinn Fernando Garcia Castellanos og rúmenski sóknarmaðurinn George Razvan Chariton að hjálpa til við að fylla skarðið sem þessir leikmenn skilja eftir sig en þeir sömdu báðir við Hött/Huginn fyrr í mánuðinum.
Athugasemdir
banner
banner