Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 19. febrúar 2023 20:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Benzema æfði í dag - Væntanlega með gegn Liverpool
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

EInhverjar sögur fóru af stað um að Karim Benzema framherji Real Madrid gæti misst af leik liðsins gegn Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni.


Hann var fjarverandi í gær þegar Real Madrid vann útisigur á Osasuna en það er talið að Carlo Ancelotti hafi eingöngu verið að hvíla franska framherjann sem hefur verið að kljást við meiðsli á leiktíðinni.

Samkvæmt spænska miðlinum Mundo Deportivo æfði Benzema með liðinu í dag og mun væntanlega ferðast með liðinu til Englands.

Ferland Mendy, Toni Kroos og Aurelien Tchouameni eru allir tæpir fyrir leikinn gegn Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner