EInhverjar sögur fóru af stað um að Karim Benzema framherji Real Madrid gæti misst af leik liðsins gegn Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni.
Hann var fjarverandi í gær þegar Real Madrid vann útisigur á Osasuna en það er talið að Carlo Ancelotti hafi eingöngu verið að hvíla franska framherjann sem hefur verið að kljást við meiðsli á leiktíðinni.
Samkvæmt spænska miðlinum Mundo Deportivo æfði Benzema með liðinu í dag og mun væntanlega ferðast með liðinu til Englands.
Ferland Mendy, Toni Kroos og Aurelien Tchouameni eru allir tæpir fyrir leikinn gegn Liverpool.
Athugasemdir