Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 19. febrúar 2023 13:04
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Man Utd og Leicester: Þrjár breytingar hjá United - Garnacho byrjar
Garnacho.
Garnacho.
Mynd: EPA
Iheanacho.
Iheanacho.
Mynd: EPA

Fyrri leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Manchester United og Leicester City á Old Trafford í Manchester borg. Flautað verður til leiks klukkan tvö.


Heimamenn hafa verið á flottu skriði en með sigri í dag getur Man Utd saxað á Man City sem situr í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan granna sína. Man Utd vann síðasta deildarleik sinn gegn Leeds United á Elland Road.

Gestirnir frá Leicester eru í fjórtánda sæti deildarinnar en liðið hefur unnið tvo deildarsigra í röð. Fyrst gegn Aston Villa og svo gegn Tottenham en liðið skoraði fjögur mörk í báðum þessum leikjum.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, gerir þrjár breytingar frá liðinu sem vann Leeds fyrir viku síðan. Tyrell Malacia og Harry Maguire detta út og inn koma þeir Lisandro Martinez og Victor Lindelof. Þá kemur Alejandro Garnacho inn fyrir Jadon Sancho.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, gerir enga breytingu á liðinu sem vann frábæran sigur á Tottenham. Kelechi Iheanacho er frammi en hann hefur verið að spila vel að undanförnu.

Manchester United: De Gea, Dalot, Shaw, Lindelof, Martinez, Fred, Sabitzer, Fernandes, Garnacho, Rashford, Weghorst.
(Varamenn: Heaton, Malacia, Varane, Sancho, Pellistri, Wan-Bissaka, Elanga, McTominay, Mainoo.)

Leicester City: Ward, Castagne, Kristiansen, Faes, Souttar, Mendy, Dewsbury-Hall, Maddison, Barnes, Tete, Iheanacho.
(Varamenn: Iversen, Tielemans, Vardy, Amartey, Daka, Pereira, Ndidi, Praet, Soumare.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner