Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 19. febrúar 2023 15:34
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Tottenham og West Ham: Richarlison byrjar en Son á bekknum
Mynd: Getty Images

Síðari leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er Lundúnarslagur en þar mætast Tottenham Hotspur og West Ham United.


Tottenham er í fimmta sæti deildarinnar en með sigri í dag getur liðið farið upp fyrir Newcastle og í það fjórða en Newcastle tapaði gegn Liverpool í gær. Tottenham steinlá gegn Leicester City í síðasta deildarleik sínum.

Tímabilið hjá Hömrunum hefur verið vonbrigði til þessa en liðið er í fallsæti. West Ham hefur gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum en þau komu gegn Newcastle og Chelsea. Sætið hjá David Moyes er orðið heitt en hann fékk að eyða töluvert á félagsskiptaglugganum síðasta sumar.

Antonio Conte verður ekki á hliðarlínunni en hann er að jafna sig eftir aðgerð. Cristian Stellini stýrir liðinu í dag.

Það eru þrjár breytingar á liði Spurs en Heung-Min Son fer á bekkinn og inn kemur Richarlison.

Ben Davis kemur inn fyrir Ivan Perisic og Pierre-Emile Hojbjerg tekur sæti Pape Sarr.

David Moyes gerir tvær breytingar á byrjunarliði West Ham frá síðasta leik. Tomas Soucek og Flynn Downes koma inn fyrir þá Said Benrahma og meiddann Lucas Paqueta.

Tottenham: Forster; Romero, Dier, Lenglet; Royal, Hojbjerg, Skipp, Davies; Richarlison, Kulusevski, Kane.
(Varamenn: Austin, Sanchez, Son, Perisic, Danjuma, Porro, Tanganga, Moura, Sarr.)

West Ham: Fabianski; Kehrer, Ogbonna, Aguerd; Coufal, Soucek, Rice, Downes, Emerson; Antonio, Bowen.
(Varamenn: Areola, Johnson, Cresswell, Scamacca, Fornals, Lanzini, Ings, Benrahma, Casey.)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner