Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 19. febrúar 2023 17:00
Aksentije Milisic
De Gea búinn að jafna met Peter Schmeichel
Mynd: Getty Images

David De Gea, markvörður Manchester United, átti frábæran leik í dag þegar liðið vann 3-0 sigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni.


Spánverjinn bjargaði United snemma í leiknum en Leicester byrjaði leikinn miklu betur og fékk nokkur dauðafæri. De Gea setti hins vegar í lás og hélt markinu hreinu í dag.

Þetta var í 180 skiptið sem De Gea heldur hreinu í treyju Manchester United en hann gekk í raðir liðsins árið 2011. Hann hefur nú jafnað met Peter Schmeichel sem hélt jafn oft hreinu á sínum ferli hjá United.

Alex Stepney er í þriðja sætinu með 174 skipti og Gary Bailey í því fjórða með 161 skipti.

Nú er einungis tímaspursmál hvenær De Gea slær þetta met en hann er í viðræðum við Man Utd um nýjan samning. Hann verður samningslaus í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner