Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 19. febrúar 2023 13:59
Aksentije Milisic
Frakkland: Messi tryggði PSG dramatískan sigur í sjö marka leik
Messi.
Messi.
Mynd: EPA
Mbappe var frábær.
Mbappe var frábær.
Mynd: EPA

PSG 4-3 Lille
1-0 Kylian Mbappe ('11)
2-0 Neymar ('17)
2-1 Diakite ('24)
2-2 J. David - Víti ('58)
2-3 J. Bamba ('69)
3-3 Kylian Mbappe ('87)
4-3 Lionel Messi ('90)


PSG og Lille mættust í frönsku deildinni í dag en leikurinn var stórskemmtilegur og endaði með sigri PSG í sjö marka leik.

Franski snillingurinn Kylian Mbappe var mættur aftur í liðið hjá PSG eftir meiðsli en hann kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Bayern Munchen í miðri viku.

Hann kom PSG á bragðið með stórglæsilegu marki snemma leiks en stuttu áður munaði litlu að Lille komst í forystu. Brasilíumaðurinn Neymar kom PSG í 2-0 áður en Diakite minnkaði muninn fyrir gestina.

Staðan var 2-1 í hálfleik en á ellefu mínútna kafla komst Lille í forystu í síðari hálfleiknum. David skoraði úr vítaspyrnu og Bamba kom Lille svo yfir í leiknum á 69. mínútunni.

Neymar var borinn af velli en hann meiddist illa á ökkla. Ekki í fyrsta skiptið sem það kemur fyrir kappann á ferli sínum.

Þegar allt leit út fyrir það að PSG væri að misstíga sig í enn einum leiknum, þá tóku Mbappe og Messi yfir. Mbappe jafnaði metin þremur mínútum fyrir leikslok eftir sendingu frá Bernat og það var svo Lionel Messi sem kláraði dæmið fyrir PSG með marki beint úr aukaspyrnu. Hann setti boltann í stöngina og inn við mikinn fögnuð Parísarbúa.

Dramatískur sigur svo ekki sé meira sagt en PSG hafði tapað þremur leikjum í röð áður en það kom að þessum. Liðið er í efsta sæti deildarinnar með átta stiga forskot á Marseille.

Lille er í fimmta sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner