Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 19. febrúar 2023 11:40
Aksentije Milisic
Guardiola: Ein besta frammistaða tímabilsins hjá okkur
Mynd: EPA

Manchester City náði einungis jafntefli í gær þegar liðið mætti nýliðunum í Nottingham Forest á útivelli en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.


Bernardo Silva kom gestunum yfir en Chris Wood jafnaði þegar lítið var eftir og því missti Man City toppsætið aftur í hendur Arsenal. Erling Haaland fékk tvö dauðafæri til að klára dæmið fyrir City en honum brást bogalistinn.

Pep Guardiola var mjög jákvæður í viðtali eftir leikinn en hann segir að þessi frammistaða hjá Man City hafi verið sú besta á þessu tímabili.

„Við vorum fullkomnir í dag. Við spiluðum vel í öllum þáttum leiksins en náðum ekki að skora annað mark. Það kemur fyrir, svona er fótboltinn,” sagði Pep.

„Við spiluðum mjög góðan leik. Fyrri hálfleikur, síðari hálfleikur, síðustu fimm eða tíu mínúturnar, við vorum hræddir við löngu sendingarnar þeirra. Við spiluðum vel en við þurfum að skora. Við gerðum ekki annað mark og því fór þetta jafntefli.”

„Við spiluðum betur í dag heldur en gegn Arsenal en samt unnum við þann leik. Frammistaðan í dag var ein sú besta á tímabilinu hjá okkur til þessa. Svona er þetta stundum.”

Man City mætir RB Leipzig í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í miðri viku.


Athugasemdir
banner
banner
banner