Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 19. febrúar 2023 13:27
Aksentije Milisic
Ítalía: Nýliðar Lecce halda áfram að stríða stóru strákunum
Assan Ceesay fagnar marki sínu í dag.
Assan Ceesay fagnar marki sínu í dag.
Mynd: EPA
Hojlund skoraði.
Hojlund skoraði.
Mynd: EPA

Atalanta 1 - 2 Lecce
0-1 Assan Ceesay ('4 )
0-2 Alexis Blin ('74 )
1-2 Rasmus Højlund ('87)


Nýliðarnir í Lecce halda áfram að koma mönnum á óvart í Serie A deildinni á Ítalíu en liðið vann frábæran 1-2 útisigur á Atalanta í dag.

Assan Ceesay kom gestunum yfir með glæsilegu marki snemma leiks. Hann tók vel á móti knettinum áður en hann lék á nokkra leikmenn heimamanna áður en hann þrumaði knettinum í netið af löngur færi.

Atalanta skapaði sér nokkur góð færi en liðinu gekk illa að troða knettinum yfir marklínuna. Staðan var 0-1 gestunum í vil í hálfleik.

Lecce fékk hornspyrnu á 74. mínútu og þar var Alexis Blin sem var réttur maður á réttum stað og stangaði boltann örugglega í netið. Gestirnir komnir í 2-0 þegar skammt var eftir af leiknum.

Daninn Rasmus Hojlund hefur komið frábærlega inn í lið Atalanta og vakið athygli. Hann skoraði skrautlegt mark á 87. mínútu en hann pressaði þá markvörð gestanna sem skaut í Hojlund og þaðan fór boltinn í stöngina og inn.

Atalanta reyndi allt sem það gat til að knýja fram jafnteflið en það gekk ekki gegn þéttri vörn gestanna. Lecce hefur núna unnið Atalanta tvívegis á tímabilinu, tekið stig gegn Roma, Napoli og AC Milan og unnið Lazio. Magnað afrek hjá Lecce.

Lecce er í 12. sæti deildarinar en Atalanta er í því fimmta og því missteig liðið sig í dag í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Þórir Jóhann Helgason var ónotaður varamaður hjá Lecce í dag.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 36 21 8 7 73 32 +41 71
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 36 18 9 9 51 34 +17 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 36 17 8 11 54 37 +17 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Venezia 36 5 14 17 30 50 -20 29
18 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
19 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner