sun 19. febrúar 2023 10:40
Aksentije Milisic
Klopp: Karius er frábær markvörður
Mynd: Getty Images

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Newcastle United geti klárlega treyst á Loris Karius, ef hann mun spila úrslitaleikinn gegn Manchester United í deildabikarnum eftir viku.


Nick Pope fékk beint rautt spjald í leiknum gegn Liverpool í gær fyrir að handleika knöttinn fyrir utan teig þegar Mohamed Salah var að sleppa í gegn.

Pope missir því af úrslitaleiknum um næstu helgi en það er gríðarlega mikill skellur fyrir Newcastle. Klopp segir þó að liðið geti treyst á sinn gamla markvörð, Karius.

Marcin Dubravka má ekki spila leikinn en hann hefur nú þegar spilað með Man Utd í keppninni þegar hann var á láni þar og Karl Darlow er á láni hjá Hull City.

„Þú getur klárlega treyst á hann, það er engin spurning að hann er frábær markvörður, þess vegna keypti Newcastle hann," sagði Klopp.

„En auðvitað er Pope óheppinn, mjög óheppinn."

Karius hefur ekki náð ferli sínum á flug eftir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu árið 2018 þar sem hann færði Real Madrid tvö mörk á algjöru silfurfati.


Athugasemdir
banner
banner
banner