sun 19. febrúar 2023 22:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liverpool gagnrýnt fyrir að fljúga heim
Mynd: EPA

Liverpool vann annan leik sinn í röð um helgina þegar liðið lagði Newcastle 2-0. Cody Gakpo og Darwin Nunez skoruðu mörkin.


Þetta var aðeins annar sigur liðsins í úrvalsdeildinni á árinu 2023 en liðið á stórleik gegn Real Madrid á Anfield í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni.

Margir hafa gagnrýnt Liverpool fyrir að taka rúmlega hálftíma flug heim til Liverpool eftir leikinn gegn Newcastle þar sem enska úrvalsdeildin hefur verið í herferð þar sem vakin er athygli á loftslagsmálum.

Liverpool hefur útskýrt fyrir úrvalsdeildinni að þetta hafi verið ósk Jurgen Klopp til að leikmenn gætu hvílt sig vel fyrir leikinn gegn Real Madrid.


Athugasemdir
banner
banner
banner