Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 19. febrúar 2023 14:20
Aksentije Milisic
Maguire ekki í leikmannahópnum - Meiddur á hné

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er ekki í leikmannahópi liðsins sem er nú að spila gegn Leicester City á Old Trafford.


Maguire er meiddur á hné en ekki er vitað enn sem komið er hversu alvarleg meiðslin eru. Hann spilaði allan leikinn í sigri á Leeds United um síðustu helgi en var á varamannabekknum gegn Barcelona í miðri viku.

Ten Hag gerði alls fimm breytingar á liðinu í dag frá jafnteflisleiknum gegn Barcelona en Victor Lindelof og Lisandro Martinez eru miðvarðarparið og Luke Shaw var færður í vinstri bakvörðinn.

Harry Maguire hefur mikið þurft að verma varamannabekkinn á þessari leiktíð en hann hefur verið orðaður burt frá Man Utd upp á síðkastið.


Athugasemdir
banner