Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   sun 19. febrúar 2023 13:40
Aksentije Milisic
„Nottingham Forest stóð sig vel en þetta var ekki boðlegt hjá okkur"
Walker í markmannstreyjunni.
Walker í markmannstreyjunni.
Mynd: Getty Images

Kyle Walker, varnarmaður Manchester City, var langt því frá að vera sáttur eftir að liðið missti niður unninn leik í jafntefli gegn Nottingham Forest í gær.


Chris Wood jafnaði metin fyrir nýliðana seint í leiknum en Man City fékk nóg af tækifærum til að gera út um leikinn. Liðið missti því toppsætið aftur í hendur Arsenal en Man City hafði unnið Arsenal nokkrum dögum fyrr.

„Að fara á Emirates og spila eins og við gerðum þar, koma svo hingað og gera þetta. Þetta er ekki boðlegt," sagði Englendingurinn.

„Við klúðruðum nokkrum færum, við verðum að gera betur sem lið. Við eldri leikmenn liðsins sögðum hvað okkur fannst um þetta. Þetta var ekki boðlegt en við hrósum samt Nottingham Forest. Þeir gáfu allt í þetta sem þeir áttu en við verðum að gera betur."

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var mjög sáttur með spilamennskuna hjá sínum mönnum þrátt fyrir jafnteflið. Honum fannst liðið spila betur í þessum leik heldur en í sigurleiknum gegn Arsenal á miðvikudeginum síðasta.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner