Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 19. febrúar 2023 12:00
Aksentije Milisic
Sjáðu ótrúlegt klúður Haaland í gær
Mynd: EPA

Manchester City missteig sig í titilbaráttunni í gær en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Nottingham Forest á útivelli.


Gestirnir voru betra liðið í gær en það dugði ekki til því Chris Wood jafnaði metin seint í leiknum með marki af stuttu færi. Fyrr um daginn vann Arsenal sigur á Aston Villa og tók því toppsætið af Man City.

Erling Haaland náði ekki að skora í gær en hann klúðraði algjöru dauðafæri á 67. mínútu leiksins en mark þar hefði farið langleiðina með sigurinn hjá City.

Phil Foden átti skot sem Keylor Navas varði út í teiginn og þar var Norðmaðurinn mættur og setti boltann í slánna. Hann náði frákastinu sjálfur og var kominn inn í markteiginn í algjöru dauðafæri en á einhvern ótrúlegan hátt setti hann boltann yfir markið.

Þetta átti heldur betur eftir að koma í bakið á liðinu en eins og áður segir þá skoraði Wood jöfnunarmarkið og tryggði nýliðunum frábært stig.

Sjáður færin hjá Haaland hérna.


Athugasemdir
banner