sun 19. febrúar 2023 19:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Son ekki sáttur á bekknum - „Stjórinn ræður alltaf"
Mynd: EPA

Heung-Min Son var svekktur með að byrja á bekknum hjá Tottenham í kvöld þegar liðið mætti West Ham.


Hann hefur verið langt frá sínu besta á þessari leiktíð en hann er aðeins með fimm mörk í 22 leikjum en hann var markahæstur á þeirri síðustu.

Hann kom inn á gegn West Ham í kvöld og skoraði síðara mark liðsins í 2-0 sigri.

„Þetta er ekki það sem þú vilt, að sitja á bekknum. En það er ákvörðun sem ég verð að sætta mig við, fótboltinn getur breyst frá bekknum. Þegar ég sit á bekknum er ég auðvitað ekki ánægður en ef ég kem inn á mun ég reyna mitt besta til að hjálpa liðinu," sagði Son.

„Enginn vill sitja á bekknum en þú verður að sætta þig við það. Stjórinn ræður því alltaf og ég þarf að sætta mig við það."


Athugasemdir
banner
banner
banner