Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 19. febrúar 2023 22:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Sergi Roberto átti þátt í báðum mörkum Barcelona
Mynd: EPA

Það er fátt sem stöðvar Barcelona þessa dagana en liðið hikstaði þó gegn Manchester United þegar liðið gerði jafntefli við það enska á fimmtudagskvöldið.


Liðið komst aftur á sigurbraut í kvöld en Barcelona hefur verið algjörlega óstöðvandi undanfarið heimafyrir.

Börsungar mættu Cadiz, sem er í fallbaráttu en Sergi Roberto kom liðinu yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir stórkostlegan undirbúning Ferran Torres.

Hann átti sprettinn framhjá varnarmönnum Cadiz og sendi boltann fyrir á Lewandowski sem lét verja frá sér en Roberto náði frákastinu og skoraði.

Lewandowski náði hins vegar að sigra markvörð Cadiz aðeins nokkrum mínútum síðar þegar hann skoraði með skoti við vítateigslínuna eftir undirbúning Roberto.

Atletico Madrid er í góðum málum í 4. sæti deildarinnar eftir sigur á Athletic Bilbao en Antoine Griezmann skoraði eina mark leiksins.

Önnur úrslit voru þau að Espanyol vann botnlið Elche og Rayo Vallecano og Sevilla skyldu jöfn 1-1.

Barcelona 2 - 0 Cadiz
1-0 Sergi Roberto ('43 )
2-0 Robert Lewandowski ('45 )

Elche 0 - 1 Espanyol
0-1 Sergi Darder ('90 )
Rautt spjald: Jose Carmona, Elche ('81)

Rayo Vallecano 1 - 1 Sevilla
0-1 Suso ('29 )
1-1 Florian Lejeune ('65 )

Atletico Madrid 1 - 0 Athletic
1-0 Antoine Griezmann ('73 )


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 35 26 4 5 95 36 +59 82
2 Real Madrid 35 23 6 6 72 37 +35 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 35 17 13 5 51 26 +25 64
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 35 16 10 9 53 43 +10 58
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Osasuna 35 10 15 10 43 51 -8 45
11 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
12 Real Sociedad 35 12 7 16 32 41 -9 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 35 10 9 16 38 47 -9 39
15 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
16 Girona 35 10 8 17 41 53 -12 38
17 Alaves 35 8 11 16 35 47 -12 35
18 Leganes 35 7 13 15 35 53 -18 34
19 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
20 Valladolid 35 4 4 27 26 85 -59 16
Athugasemdir