Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. febrúar 2023 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sverrir Ingi fyrirliði í sterkum sigri - FCK vann Íslendingaslag
Sverrir Ingi Ingason
Sverrir Ingi Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem vann Silkeborg í Íslendingaslag í dönsku deildinni í dag.


Staðan var 1-0 í hálfleik FCK í vil og tvö mörk á tveimur mínútum snemma í síðari hálfleik tryggðu 3-0 sigur.

Stefán Teitur Þórðarson var skipt af velli hjá Silkeborg eftir rúmlega klukkutíma leik. Ísak Bergmann Jóhannesson var ónotaður varamaður hjá FCK.

Bröndby vann Horsens 5-2 en Aron Sigurðarson var ekki með Horsens þar sem hann tók út leikbann vegna of margra gulra spjalda. FCK er í 3. sæti deildarinnar með 30 stig, sex stigum frá toppnum. Silkeborg er í 7. sæti með 24 stig og Horsens í 10. sæti með 22 stig.

Sverrir Ingi Ingason bar fyrirliðabandið þegar PAOK vann sterkan 2-0 sigur á AEK í grísku deildinni. PAOK er í 4. sæti, þremur stigum á eftir AEK sem situr í 2. sæti. Þar á milli er síðan Olympiakos en liðið vann Lamia 3-0 í dag, Ögmundur Kristjánsson var ekki í hópnum.

Þá kom Andri Fannar Baldursson inn á undir lok leiksins í 3-0 sigri NEC Nijmegen gegn Excelsior í efstu deild í Hollandi. Nijmegen er í 10. sæti með 27 stig eftir 22 leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner