Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. febrúar 2023 11:00
Aksentije Milisic
Táraðist í viðtali þegar hann tileinkaði Mihajlovic markið sitt
Roberto Soriano.
Roberto Soriano.
Mynd: Getty Images

Bologna vann 2-1 útisigur á Sampdoria í Serie A deildinni á Ítalíu í gær en Roberto Soriano skoraði fyrir Bologna í leiknum.


Þetta var fyrsta deildarmark leikmannsins í 65 leikjum en hann skoraði síðast í mars mánuði árið 2021.

Hann táraðist í viðtali eftir leikinn þar sem hann tileinkaði Sinisa Mihajlovic markið sitt en Sinisa lést á dögunum eftir langa baráttu við hvítblæði. Þegar Soriano var bent á það að Sinisa hefði átt 54 ára afmæli á morgun þá gat kappinn ekki haldið aftur tárunum.

„Hann hjálpaði mér að skora hérna í dag, við áttum margar ótrúlega góðar minningar hér,” sagði Soriano í tárum. Hann spilaði undir stjórn Mihajlovic hjá bæði Sampdoria og Bologna.

Soriano spilaði 175 leiki undir stjórn Mihajlovic og í þeim leikjum skoraði hann 24 mörk og skilaði 27 stoðsendingum.


Athugasemdir
banner
banner