Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 19. febrúar 2023 11:20
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag býður Keane á úrslitaleikinn
Enskir fjölmiðlar segja að Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hafi gefið Roy Keane, fyrrum fyrirliða United, tvo boðsmiða á úrslitaleik deildabikarsins gegn Newcastle sem fram fer eftir viku.

United vann Nottingham Forest samtals 5-0 í undanúrslitum og eftir seinni leikinn á Old Trafford sló Keane, sem er nú sérfræðingur á Sky Sports sjónvarpsstöðinni, á létta strengi og bað Ten Hag um miða á úrslitaleikinn.

Ten Hag var í góðu skapi og sagði að það yrði ekkert vandamál. Hann hefur nú staðið við orð sín og Keane er á leið á Wembley í boði Ten Hag.

„Enginn hjá félaginu fær meira en tvo miða til að gefa fjölskyldu eða vinum svo þetta er gott boð frá Erik. Hann ber virðingu fyrir ótrúlegum ferli Roy með United," segir heimildarmaður The Sun.

Það er klárt mál að Keane hefði getað fengið miða á leikinn án hjálpar frá Ten Hag en þó vel gert hjá stjóranum.


Athugasemdir
banner
banner