Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. febrúar 2023 12:45
Aksentije Milisic
Ten Hag hrósar Bissaka: Erfið byrjun en hann vann sig til baka
Mynd: EPA

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hrósaði Aaron Wan-Bissaka fyrir frammistöður sínar upp á síðkastið en Englendingurinn fékk lítið sem ekkert að spila framan af tímabili.


Bissaka átti lélegt tímabil á síðustu leiktíð eins og svo margir leikmenn Manchester United. Diogo Dalot var kominn fyrir framan hann í goggunarröðinni og var mikið talað um það að United ætlaði að selja Bissaka í janúar glugganum.

Leikmaðurinn tjáði sig aldrei neitt um lítin spiltíma sinn opinberlega heldur æfði hann vel og greip tækifærið að lokum þegar það kom. Hann hefur staðið sig vel og komið mörgum á óvart með frammistöðum sínum síðan hann fékk tækifærið.

„Hann er að bæta sig og ég er ánægður með hvernig hann hefur komið til baka. Hann átti erfiða byrjun á tímabilinu en hann hefur unnið sig til baka og það er hrós til hans,” sagði Hollendingurinn.

„Ef þú ert í vandræðum, þá finnur þú leið til baka. Lífið snýst um það, sérstaklega í fótbolta í hæsta gæðaflokki. Hann er að bæta sig núna. Við vissum að við gætum treyst á hann varnarlega en hann er líka farinn að gera vel sóknarlega.”

Bissaka og Dalot berjast um hægri bakvarðarstöðuna en Dalot var meiddur og á meðan greip Bissaka tækifærið.


Athugasemdir
banner
banner