Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. febrúar 2023 17:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tottenham vildi fá vítaspyrnu þegar Kehrer fékk boltann í höndina
Mynd: EPA

Tottenham og West Ham eigast nú við í lokaleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið.


Tottenham getur komist upp í 4. sæti deildarinnar með sigri og West Ham er komið í fallsæti eftir úrslit gærdagsins.

Það kom upp vafasamt atvik þegar Thilo Kehrer fékk boltann í höndina í teignum.

Richarlison reyndi að koma boltanum á Harry Kane sem var í góðu færi en Kehrer slengdi höndinni í boltann. Leikmenn Tottenham vildu fá vítaspyrnu og Michael Oliver dómari stöðvaði leikinn til að VAR gæti skoðað atvikið en að lokum var ekkert dæmt.

West Ham átti þátt í svipuðu atviki um síðustu helgi þegar Thomas Soucek fékk boltann í hendina og kom í veg fyrir mögulegt mark hjá Chelsea í jafntefli liðanna.


Athugasemdir
banner
banner