Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 19. febrúar 2023 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Zinchenko: Saka þarf að fá sömu vernd og Messi og Ronaldo
Mynd: Getty Images

Bukayo Saka hefur verið frábær hjá toppliði Arsenal í Ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.


Hann skoraði fyrsta mark Arsenal í 4-2 sigri liðsins gegn Aston Villa í gær.

Hann fékk heldur betur að finna fyrir því frá leikmönnum Aston Villa en hann haltraði eftir tæklingu í fyrri hálfleiknum en náði þó að klára leikinn.

Oleksandr Zinchenko samherji Saka segir að Saka þurfi betri vernd hjá dómurum.

„Bukayo er ótrúlegur leikmaður, allir bakverðirnir í hinum liðunum vita að hann er hættulegur svo þeir reyna að ögra honum, tækla hann og dómararnir eiga að vita það. Við getum talað um Messi, Ronaldo, Neymar og svoleiðis leikmenn. Dómararnir þurfa að vernda svona leikmenn," sagði Zinchenko.

„Við erum með fleiri leikmenn eins og Saka sem eru hættulegir og dómararnir þurfa að vanda sig, þeir þurfa að sjá um þá."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner