Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 19. febrúar 2024 07:45
Elvar Geir Magnússon
Chelsea horfir til Kane - Mbappe ræddi við City
Powerade
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: EPA
Arsenal sýnir Gloukh áhuga.
Arsenal sýnir Gloukh áhuga.
Mynd: Getty Images
De Zerbi er orðaður við Barcelona.
De Zerbi er orðaður við Barcelona.
Mynd: EPA
Ashworth, Kane, Mbappe, Alonso, Garner, Glasner, Tuchel, Coleman. Þetta er slúðurpakkinn í boði Powerade.

Chelsea skoðar stöðu Harry Kane (30) hjá Bayern München en sögusagnir eru í gangi um að enski markahrókurinn sé ekki fullkomlega sáttur í Þýskalandi. (Football Insider)

Kylian Mbappe (25) ræddi við Manchester City daginn áður en hann tilkynnti að hann myndi yfirgefa Paris St-Germain eftir tímabilið. (Cadena Ser)

Dan Ashworth yformaður íþróttamála hjá Newcastle hefur verið sendur í leyfi eftir að hann bað um að fá að yfirgefa félagið. Manchester United vill ráða hann sem yfirmann fótboltamála. (Athletic)

Manchester United þarf að borga Newcastle háar bætur til að fá Ashworth strax. (Athletic)

Liverpool vonast til að fá Xabi Alonso til að taka við liðinu í sumar og fá íþróttastjóra Bayer Leverkusen, Simon Rolfes, með honum. (Football Insider)

Tottenham ætlar að reyna að fá enska miðjumanninn James Garner (22) frá Everton í sumar. (Teamtalk)

Oliver Glasner hefur samþykkt að gera tveggja og hálfs árs samning við Crystal Palace og mun taka við af Roy Hodgson. (Sky Sports)

Njósnarar Arsenal fylgdust með Oscar Gloukh (19) miðjumanni Red Bull Salzburg um helgina og íhugar félagið að gera tilboð í ísraelska landsliðsmanninn. (Football Transfers)

Chris Coleman fyrrum landsliðsþjálfari Wales kemur til greina í landsliðsþjálfarastól Írlands. Viðræður írska sambandsins við Lee Carsley þjálfara enska U21 landsliðsins sigldu í strand. (Independent)

Thomas Tuchel stjóri Bayern München verður ekki rekinn þrátt fyrir þriðja tap liðsins á níuy dögum. (Sky Þýskalandi)

Joan Laporta forseti Barcelona hefur beðið um fleiri upplýsingar um Roberto De Zerbi stjóra Brighton. De Zerbi kemur til greina sem nýr stjóri Börsunga í sumar, þegar Xavi lætur af störfum. (Sport)

Írski varnarmaðurinn Kevin Long (33) hjá Birmingham er nálægt því að ganga frá skiptum til Toronto FC í MLS-deildinni. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner