Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 19. mars 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fimm ár frá sölunni á McGinn - Gæti bjargað St. Mirren
Mynd: Getty Images
Fyrrum stjórnarformaður St. Mirren í Skotlandi segir að salan á Jon McGinn fyrir fimm árum síðan gæti bjargað félaginu í dag.

Slæmt ástand er hjá félögum í Skotlandi og lítið fjármagn í boði frá yfirvöldum. Samkvæmt frétt BBC í gær er einungis um ein og hálf milljón punda til hjá skoskum knattspyrnuyfirvöldum sem dugir skammt.

Stewart Gilmour samdi um 33% af þeirr upphæð sem John McGinn yrði seldur fyrir þegar McGinn fór frítt frá St. Mirren til Hibernian árið 2015.

Gilmour segir að það eigi að vera sjóður til efir söluna á McGinn árið 2018 þegar hann gekk í raðir Aston Villa.

Gilmour segir að félagið eigi að eiga um 500 þúsund pund í bankanum en er þó ekki alveg með málin á hreinu þar sem hann er ekki stjórnarformaður liðsins í dag.
Athugasemdir
banner
banner