Real Madrid er með 2-0 forystu gegn Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna eftir sigur í Madrid í gær.
Aðstæðurnar voru alls ekki ákjósanlegar en það hefur rignt mikið í Madrid og Alfredo Di Stefano völlurinn var ansi laus í sér.
Leah Williamson, varnarmaður Arsenal, rann í aðdraganda fyrra marksins og þá fór Melanie Leupolz, leikmaður Real Madrid, grátandi af velli vegna hnémeiðsla eftir að hún sparkaði í grasið.
Aðstæðurnar voru alls ekki ákjósanlegar en það hefur rignt mikið í Madrid og Alfredo Di Stefano völlurinn var ansi laus í sér.
Leah Williamson, varnarmaður Arsenal, rann í aðdraganda fyrra marksins og þá fór Melanie Leupolz, leikmaður Real Madrid, grátandi af velli vegna hnémeiðsla eftir að hún sparkaði í grasið.
Chelsea vann Man City í úrslitum enska deildabikarsins um helgina en leikurinn fór fram á Pride Park, heimavelli Derby. Sonia Bompastor, þjálfari Chelsea, var ekki sátt með aðstæður og velti því fyrir sér hvort þetta hefði verið samþykkt hjá körlunum.
Ian Wright, fyrrum leikmaður karlaliðs Arsenal, hraunaði yfir vallaraðstæður í Madrid á Instagram.
„Þetta er verra en Derby völlurinn um daginn. Þessir vellir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru helvíti skammarlegir," sagði Wright.
Athugasemdir