Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 19. apríl 2024 22:57
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Jökull var glaður í leikslok.
Jökull var glaður í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Elísabetarson þjálfari karlaliðs Stjörnunnar var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans lagið Val 1-0 á heimavelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Valur

„Þeir sem fá náttúrulega bara mesta hrósið eru stuðningsmennirnir okkar, bara geggjaðir. Þvílík læti og stemning sem þeir svoleiðis spúa yfir þennan völl til strákana. Bara geggjað."

Stjarnan komst yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks sem breytti töluvert skipulaginu sem Jökull setti fyrir seinni hálfleikinn.

„Það auðvitað breytti bara því að það lág ekki á að sækja á þá. Þeir náttúrulega gátu ekki bara endalaust leyft sér að vera þéttir til baka. Það er alltaf erfitt að brjóta niður þétta blokk þannig það hjálpaði. Þetta er bara gott mark og bara vel gert."

Það var rætt um undirbúningstímabil Stjörnunnar í útvarpsþættinum hér hjá fótbolti.net um síðustu helgi, og þar var dregið í efa hvort leikmenn Stjörnunnar séu í nógu góðu líkamlegu standi. Jökull er hinsvegar ósammála því.

„Ég hef nú bara lítinn áhuga á sögusögnum og skoðunum annara. Við erum mjög ánægðir með veturinn hjá okkur, erum mjög ánægðir með standið hjá okkur, mjög ánægðir með standið á liðinu, og við erum með tölur sem að við rýnum í. Þannig að þegar við metum þessa hluti þá metum við þetta út frá því. Vandamálið okkar í síðasta leik á móti KR var að við hlupum allt of mikið, við hlupum alltof mikið á háu orkustigi. Miklu meira en við gerðum í leiknum í fyrra, og markmiðið í dag var að hlaupa minna. Ég á svo bara eftir að skoða hvernig það gekk, en við getum gert betur en við gerðum í dag og þá höldum við bara áfram að gera betur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner