Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 19. apríl 2024 22:57
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Jökull var glaður í leikslok.
Jökull var glaður í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Elísabetarson þjálfari karlaliðs Stjörnunnar var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans lagið Val 1-0 á heimavelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Valur

„Þeir sem fá náttúrulega bara mesta hrósið eru stuðningsmennirnir okkar, bara geggjaðir. Þvílík læti og stemning sem þeir svoleiðis spúa yfir þennan völl til strákana. Bara geggjað."

Stjarnan komst yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks sem breytti töluvert skipulaginu sem Jökull setti fyrir seinni hálfleikinn.

„Það auðvitað breytti bara því að það lág ekki á að sækja á þá. Þeir náttúrulega gátu ekki bara endalaust leyft sér að vera þéttir til baka. Það er alltaf erfitt að brjóta niður þétta blokk þannig það hjálpaði. Þetta er bara gott mark og bara vel gert."

Það var rætt um undirbúningstímabil Stjörnunnar í útvarpsþættinum hér hjá fótbolti.net um síðustu helgi, og þar var dregið í efa hvort leikmenn Stjörnunnar séu í nógu góðu líkamlegu standi. Jökull er hinsvegar ósammála því.

„Ég hef nú bara lítinn áhuga á sögusögnum og skoðunum annara. Við erum mjög ánægðir með veturinn hjá okkur, erum mjög ánægðir með standið hjá okkur, mjög ánægðir með standið á liðinu, og við erum með tölur sem að við rýnum í. Þannig að þegar við metum þessa hluti þá metum við þetta út frá því. Vandamálið okkar í síðasta leik á móti KR var að við hlupum allt of mikið, við hlupum alltof mikið á háu orkustigi. Miklu meira en við gerðum í leiknum í fyrra, og markmiðið í dag var að hlaupa minna. Ég á svo bara eftir að skoða hvernig það gekk, en við getum gert betur en við gerðum í dag og þá höldum við bara áfram að gera betur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner