Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   fös 19. apríl 2024 22:57
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Jökull var glaður í leikslok.
Jökull var glaður í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Elísabetarson þjálfari karlaliðs Stjörnunnar var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans lagið Val 1-0 á heimavelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Valur

„Þeir sem fá náttúrulega bara mesta hrósið eru stuðningsmennirnir okkar, bara geggjaðir. Þvílík læti og stemning sem þeir svoleiðis spúa yfir þennan völl til strákana. Bara geggjað."

Stjarnan komst yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks sem breytti töluvert skipulaginu sem Jökull setti fyrir seinni hálfleikinn.

„Það auðvitað breytti bara því að það lág ekki á að sækja á þá. Þeir náttúrulega gátu ekki bara endalaust leyft sér að vera þéttir til baka. Það er alltaf erfitt að brjóta niður þétta blokk þannig það hjálpaði. Þetta er bara gott mark og bara vel gert."

Það var rætt um undirbúningstímabil Stjörnunnar í útvarpsþættinum hér hjá fótbolti.net um síðustu helgi, og þar var dregið í efa hvort leikmenn Stjörnunnar séu í nógu góðu líkamlegu standi. Jökull er hinsvegar ósammála því.

„Ég hef nú bara lítinn áhuga á sögusögnum og skoðunum annara. Við erum mjög ánægðir með veturinn hjá okkur, erum mjög ánægðir með standið hjá okkur, mjög ánægðir með standið á liðinu, og við erum með tölur sem að við rýnum í. Þannig að þegar við metum þessa hluti þá metum við þetta út frá því. Vandamálið okkar í síðasta leik á móti KR var að við hlupum allt of mikið, við hlupum alltof mikið á háu orkustigi. Miklu meira en við gerðum í leiknum í fyrra, og markmiðið í dag var að hlaupa minna. Ég á svo bara eftir að skoða hvernig það gekk, en við getum gert betur en við gerðum í dag og þá höldum við bara áfram að gera betur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner