Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 19. apríl 2024 22:57
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Jökull var glaður í leikslok.
Jökull var glaður í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Elísabetarson þjálfari karlaliðs Stjörnunnar var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans lagið Val 1-0 á heimavelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Valur

„Þeir sem fá náttúrulega bara mesta hrósið eru stuðningsmennirnir okkar, bara geggjaðir. Þvílík læti og stemning sem þeir svoleiðis spúa yfir þennan völl til strákana. Bara geggjað."

Stjarnan komst yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks sem breytti töluvert skipulaginu sem Jökull setti fyrir seinni hálfleikinn.

„Það auðvitað breytti bara því að það lág ekki á að sækja á þá. Þeir náttúrulega gátu ekki bara endalaust leyft sér að vera þéttir til baka. Það er alltaf erfitt að brjóta niður þétta blokk þannig það hjálpaði. Þetta er bara gott mark og bara vel gert."

Það var rætt um undirbúningstímabil Stjörnunnar í útvarpsþættinum hér hjá fótbolti.net um síðustu helgi, og þar var dregið í efa hvort leikmenn Stjörnunnar séu í nógu góðu líkamlegu standi. Jökull er hinsvegar ósammála því.

„Ég hef nú bara lítinn áhuga á sögusögnum og skoðunum annara. Við erum mjög ánægðir með veturinn hjá okkur, erum mjög ánægðir með standið hjá okkur, mjög ánægðir með standið á liðinu, og við erum með tölur sem að við rýnum í. Þannig að þegar við metum þessa hluti þá metum við þetta út frá því. Vandamálið okkar í síðasta leik á móti KR var að við hlupum allt of mikið, við hlupum alltof mikið á háu orkustigi. Miklu meira en við gerðum í leiknum í fyrra, og markmiðið í dag var að hlaupa minna. Ég á svo bara eftir að skoða hvernig það gekk, en við getum gert betur en við gerðum í dag og þá höldum við bara áfram að gera betur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner