Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 19. apríl 2024 22:57
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Jökull var glaður í leikslok.
Jökull var glaður í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Elísabetarson þjálfari karlaliðs Stjörnunnar var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans lagið Val 1-0 á heimavelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Valur

„Þeir sem fá náttúrulega bara mesta hrósið eru stuðningsmennirnir okkar, bara geggjaðir. Þvílík læti og stemning sem þeir svoleiðis spúa yfir þennan völl til strákana. Bara geggjað."

Stjarnan komst yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks sem breytti töluvert skipulaginu sem Jökull setti fyrir seinni hálfleikinn.

„Það auðvitað breytti bara því að það lág ekki á að sækja á þá. Þeir náttúrulega gátu ekki bara endalaust leyft sér að vera þéttir til baka. Það er alltaf erfitt að brjóta niður þétta blokk þannig það hjálpaði. Þetta er bara gott mark og bara vel gert."

Það var rætt um undirbúningstímabil Stjörnunnar í útvarpsþættinum hér hjá fótbolti.net um síðustu helgi, og þar var dregið í efa hvort leikmenn Stjörnunnar séu í nógu góðu líkamlegu standi. Jökull er hinsvegar ósammála því.

„Ég hef nú bara lítinn áhuga á sögusögnum og skoðunum annara. Við erum mjög ánægðir með veturinn hjá okkur, erum mjög ánægðir með standið hjá okkur, mjög ánægðir með standið á liðinu, og við erum með tölur sem að við rýnum í. Þannig að þegar við metum þessa hluti þá metum við þetta út frá því. Vandamálið okkar í síðasta leik á móti KR var að við hlupum allt of mikið, við hlupum alltof mikið á háu orkustigi. Miklu meira en við gerðum í leiknum í fyrra, og markmiðið í dag var að hlaupa minna. Ég á svo bara eftir að skoða hvernig það gekk, en við getum gert betur en við gerðum í dag og þá höldum við bara áfram að gera betur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner