
„Geggjað að komast áfram, bara dásamlegt.'' segir Már Ægisson, leikmaður Fram, sem skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigur gegn FH í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 0 FH
Hvernig var að skora sigurmark leiksins?
„Kom svolítið á óvart, ég bjóst nú ekki við því að boltinn myndi detta svona fyrir framan mig, en bara frábært í vinning.''
„Mér fannst við alveg með tök á leiknum í í fyrri hálfleik, svo einhvernvegin fór þetta aðeins meira í klikkun í seinni hálfleik. Þeir að negla honum svolítið upp og við tókum bara iðnaðar sigur,''
Már hætti í skóla í Bandaríkjunum og fékk þá að byrja tímabilið með Fram.
„Mér bara leist ekki nógu vel á þetta, það eru margar ástæður en fyrst og fremst miklu betra að vera hérna heima,''
Athugasemdir