Ollie Watkins átti góðan leeik þegar Aston Villa lagði Newcastle í úrvalsdeildinni í dag.
Hann skoraði fyrsta mark leiksins eftir hálfa mínútu og lagði upp annað markið á Ian Maatsen í 4-1 sigri.
Hann skoraði fyrsta mark leiksins eftir hálfa mínútu og lagði upp annað markið á Ian Maatsen í 4-1 sigri.
Watkins hefur þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu að undanförnu en hann spilaði aðeins 15 mínútur gegn PSG í vikunni. Hann var alls ekki ánægður með ákvörðun Emery að skilja sig eftir á bekknum í þessum stórleik.
„Við höfum lagt mikið á okkur á undanförnum árum til að komast í þessa stöðu. ég spilaði bara 20 mínútur á móti PSG í báðum leikjum, svo ég ætla ekki að ljúga - ég var brjálaður að ég væri ekki að spila," sagði Watkins.
„Ég hef látið Emery vita af því. Hann er stjórinn og ég verð að virða hans ákvarðanir en ég er ekki einn af þeim sem er ánægður að sitja á bekknum."
Athugasemdir