Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 19. maí 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Son sá sem Schmeichel myndi kaupa til Man Utd
Ef Peter Schmeichel væri yfir leikmannakaupum hjá Manchester United þá myndi hann taka upp símann, hringja til Tottenham og spyrja um Son Heung-min.

Schmeichel, sem er fyrrum markvörður Manchester United, svaraði spurningum aðdáenda sinna á Twitter í gær.

Hann var spurður út í það hvaða leikmann hann væri til í að sjá Man Utd kaupa. Var hann beðinn um að hafa svar sitt raunhæft.

Schmeichel svaraði: „Son frá Tottenham."

Hinn 27 ára gamli Son er lykilmaður fyrir Tottenham og hefur verið það frá því hann kom frá Bayer Leverkusen. Á þessari leiktíð hefur hann skorað 16 mörk í 32 keppnisleikjum, en nýlega lauk hann herþjálfun í Suður-Kóreu.
Athugasemdir
banner