Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. maí 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonast til að Man City lækki verðmiðann á Angelino
Angelino hefur staðið sig vel með Leipzig.
Angelino hefur staðið sig vel með Leipzig.
Mynd: Getty Images
Þýska félagið RB Leipzig hefur áhuga á því að kaupa bakvörðinn Angelino af Manchester City. Þetta segir í grein Goal.

Angelino er 23 ára gamall spænskur vinstri bakvörður sem hefur verið á láni hjá Leipzig frá City síðan í janúar. Hann er búinn að spila níu leiki fyrir Leipzig í öllum keppnum og skora eitt mark. Sagt er að það hafi komið þjálfurum Leipzig á óvart hversu fljótt Angelino hefur aðlagast nýju landi og nýjum leikstíl.

Leipzig hefur möguleika á því að kaupa hann á 30 milljónir evra, en þýska félagið vonast til að ná því verði niður um helming eða svo.

Angelino kom til Manchester City árið 2014, en hann var seldur til PSV í Hollandi fyrir tveimur árum. Hann var svo keyptur aftur til City síðasta sumar fyrir 6 milljónir evra, en náði ekki að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Pep Guardiola.

Svo gæti verið að framtíð hans sé í Þýskalandi, nánar tiltekið í Leipzig.
Athugasemdir
banner
banner
banner