
Breiðablik unnu 1-0 sigur á nýliðum Tindastóls á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Tiffany McCarty skoraði eina mark leiksins seint í leiknum og fannst Vilhjálmi Kára Haraldssyni, þjálfara Breiðabliks frammistaðan ágæt.
„Frammistaðan var bara ágæt. Við fengum ágætis færi en auðvitað er þetta erfitt þegar við náðum ekki að skora fljótt í leiknum, þær fá alltaf meiri kraft sem líður á leikinn. En við vorum að spila ágætlega og opnum þær nokkrum sinnum og fengum fín færi en boltinn vildi ekki inn. Þá verður þetta náttúrulega jafnt og spennandi."
„Frammistaðan var bara ágæt. Við fengum ágætis færi en auðvitað er þetta erfitt þegar við náðum ekki að skora fljótt í leiknum, þær fá alltaf meiri kraft sem líður á leikinn. En við vorum að spila ágætlega og opnum þær nokkrum sinnum og fengum fín færi en boltinn vildi ekki inn. Þá verður þetta náttúrulega jafnt og spennandi."
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 0 Tindastóll
Blikakonur áttu erfitt með að koma boltanum í markið en fannst Vilhjálmi að það hefði mátt bæta meira en bara það.
„Það er bara eins og alltaf í þessu, aðeins betri sendingar og aðeins meira flæði á boltann. Það er það sem við erum búin að vera að vinna í stöðugt og við getum gert ennþá betur í því."
Voru Breiðablik að búast við svona erfiðum leik?
„Jú, við búumst alltaf við erfiðum leik. Þetta er náttúrulega lið sem var ekki búið að tapa neinum leik. Þetta er hörkulið og vel rútínerað enda búnar að spila saman í langan tíma þannig að það er erfitt að mæta þeim og þær eru gott lið með góða leikmenn."
Stórleikur verður þann 27. maí þegar Breiðablik mæta Val á Hlíðarenda og var Vilhjálmur spurður hvort það mætti bæta frammistöðu liðsins fyrir þann leik.
„Já, við munum reyna okkar besta í þeim leik eins og öllum öðrum leikjum."
Viðtalið má finna í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir