Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 19. maí 2021 21:29
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Villi: Boltinn vildi ekki inn
Kvenaboltinn
Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks
Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik unnu 1-0 sigur á nýliðum Tindastóls á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Tiffany McCarty skoraði eina mark leiksins seint í leiknum og fannst Vilhjálmi Kára Haraldssyni, þjálfara Breiðabliks frammistaðan ágæt.

„Frammistaðan var bara ágæt. Við fengum ágætis færi en auðvitað er þetta erfitt þegar við náðum ekki að skora fljótt í leiknum, þær fá alltaf meiri kraft sem líður á leikinn. En við vorum að spila ágætlega og opnum þær nokkrum sinnum og fengum fín færi en boltinn vildi ekki inn. Þá verður þetta náttúrulega jafnt og spennandi."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Tindastóll

Blikakonur áttu erfitt með að koma boltanum í markið en fannst Vilhjálmi að það hefði mátt bæta meira en bara það.

„Það er bara eins og alltaf í þessu, aðeins betri sendingar og aðeins meira flæði á boltann. Það er það sem við erum búin að vera að vinna í stöðugt og við getum gert ennþá betur í því."

Voru Breiðablik að búast við svona erfiðum leik?

„Jú, við búumst alltaf við erfiðum leik. Þetta er náttúrulega lið sem var ekki búið að tapa neinum leik. Þetta er hörkulið og vel rútínerað enda búnar að spila saman í langan tíma þannig að það er erfitt að mæta þeim og þær eru gott lið með góða leikmenn."

Stórleikur verður þann 27. maí þegar Breiðablik mæta Val á Hlíðarenda og var Vilhjálmur spurður hvort það mætti bæta frammistöðu liðsins fyrir þann leik.

„Já, við munum reyna okkar besta í þeim leik eins og öllum öðrum leikjum."

Viðtalið má finna í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner