Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 19. maí 2021 21:29
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Villi: Boltinn vildi ekki inn
Kvenaboltinn
Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks
Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik unnu 1-0 sigur á nýliðum Tindastóls á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Tiffany McCarty skoraði eina mark leiksins seint í leiknum og fannst Vilhjálmi Kára Haraldssyni, þjálfara Breiðabliks frammistaðan ágæt.

„Frammistaðan var bara ágæt. Við fengum ágætis færi en auðvitað er þetta erfitt þegar við náðum ekki að skora fljótt í leiknum, þær fá alltaf meiri kraft sem líður á leikinn. En við vorum að spila ágætlega og opnum þær nokkrum sinnum og fengum fín færi en boltinn vildi ekki inn. Þá verður þetta náttúrulega jafnt og spennandi."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Tindastóll

Blikakonur áttu erfitt með að koma boltanum í markið en fannst Vilhjálmi að það hefði mátt bæta meira en bara það.

„Það er bara eins og alltaf í þessu, aðeins betri sendingar og aðeins meira flæði á boltann. Það er það sem við erum búin að vera að vinna í stöðugt og við getum gert ennþá betur í því."

Voru Breiðablik að búast við svona erfiðum leik?

„Jú, við búumst alltaf við erfiðum leik. Þetta er náttúrulega lið sem var ekki búið að tapa neinum leik. Þetta er hörkulið og vel rútínerað enda búnar að spila saman í langan tíma þannig að það er erfitt að mæta þeim og þær eru gott lið með góða leikmenn."

Stórleikur verður þann 27. maí þegar Breiðablik mæta Val á Hlíðarenda og var Vilhjálmur spurður hvort það mætti bæta frammistöðu liðsins fyrir þann leik.

„Já, við munum reyna okkar besta í þeim leik eins og öllum öðrum leikjum."

Viðtalið má finna í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner