Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mið 19. maí 2021 21:29
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Villi: Boltinn vildi ekki inn
Kvenaboltinn
Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks
Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik unnu 1-0 sigur á nýliðum Tindastóls á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Tiffany McCarty skoraði eina mark leiksins seint í leiknum og fannst Vilhjálmi Kára Haraldssyni, þjálfara Breiðabliks frammistaðan ágæt.

„Frammistaðan var bara ágæt. Við fengum ágætis færi en auðvitað er þetta erfitt þegar við náðum ekki að skora fljótt í leiknum, þær fá alltaf meiri kraft sem líður á leikinn. En við vorum að spila ágætlega og opnum þær nokkrum sinnum og fengum fín færi en boltinn vildi ekki inn. Þá verður þetta náttúrulega jafnt og spennandi."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Tindastóll

Blikakonur áttu erfitt með að koma boltanum í markið en fannst Vilhjálmi að það hefði mátt bæta meira en bara það.

„Það er bara eins og alltaf í þessu, aðeins betri sendingar og aðeins meira flæði á boltann. Það er það sem við erum búin að vera að vinna í stöðugt og við getum gert ennþá betur í því."

Voru Breiðablik að búast við svona erfiðum leik?

„Jú, við búumst alltaf við erfiðum leik. Þetta er náttúrulega lið sem var ekki búið að tapa neinum leik. Þetta er hörkulið og vel rútínerað enda búnar að spila saman í langan tíma þannig að það er erfitt að mæta þeim og þær eru gott lið með góða leikmenn."

Stórleikur verður þann 27. maí þegar Breiðablik mæta Val á Hlíðarenda og var Vilhjálmur spurður hvort það mætti bæta frammistöðu liðsins fyrir þann leik.

„Já, við munum reyna okkar besta í þeim leik eins og öllum öðrum leikjum."

Viðtalið má finna í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner