Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mið 19. maí 2021 21:29
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Villi: Boltinn vildi ekki inn
Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks
Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik unnu 1-0 sigur á nýliðum Tindastóls á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Tiffany McCarty skoraði eina mark leiksins seint í leiknum og fannst Vilhjálmi Kára Haraldssyni, þjálfara Breiðabliks frammistaðan ágæt.

„Frammistaðan var bara ágæt. Við fengum ágætis færi en auðvitað er þetta erfitt þegar við náðum ekki að skora fljótt í leiknum, þær fá alltaf meiri kraft sem líður á leikinn. En við vorum að spila ágætlega og opnum þær nokkrum sinnum og fengum fín færi en boltinn vildi ekki inn. Þá verður þetta náttúrulega jafnt og spennandi."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Tindastóll

Blikakonur áttu erfitt með að koma boltanum í markið en fannst Vilhjálmi að það hefði mátt bæta meira en bara það.

„Það er bara eins og alltaf í þessu, aðeins betri sendingar og aðeins meira flæði á boltann. Það er það sem við erum búin að vera að vinna í stöðugt og við getum gert ennþá betur í því."

Voru Breiðablik að búast við svona erfiðum leik?

„Jú, við búumst alltaf við erfiðum leik. Þetta er náttúrulega lið sem var ekki búið að tapa neinum leik. Þetta er hörkulið og vel rútínerað enda búnar að spila saman í langan tíma þannig að það er erfitt að mæta þeim og þær eru gott lið með góða leikmenn."

Stórleikur verður þann 27. maí þegar Breiðablik mæta Val á Hlíðarenda og var Vilhjálmur spurður hvort það mætti bæta frammistöðu liðsins fyrir þann leik.

„Já, við munum reyna okkar besta í þeim leik eins og öllum öðrum leikjum."

Viðtalið má finna í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner