Þróttur tapaði 1-2 fyrir toppliði vals í 10. umferð Bestu deildar kvenna í Laugardalnum í dag.
Edda Garðarsdóttir aðstoðarþjálfari Þróttar stýrði liðinu í leiknum í dag í fjarveru Nik Chamberlain sem tók út leikbann.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 2 Valur
„Mér fannst hann bara fínn, bara skemmtilegur fótbolti, hefði mátt halda betur í boltann í seinni hálfleik, vera aðeins þolinmóðari en við vorum að skapa mun meira en við höfum verið að gera á móti val, bara jafn og fínn leikur sko." sagði Edda um leikinn
Edda var að mörgu leyti ánægð með frammistöðu síns liðs en sagði þó að það hafi sviðið í varnarmannahjartað að horfa á mörkin sem Þróttar fékk á sig,
„Já, við sköðum allavega tvö til þrjú bara mjög góð færi og þú veist það eru náttúrulega bara þessir litlu hlutir skilja á milli í deildinni, þú veist hvort að það fellur með manni og maður klári það og síðan náttúrulega líka bara eins og mörkin sem við fengum á okkar, það svona aaa svíður varnarmannahjartað að geta ekki gert betur þar en ég þarf bara að skoða það betur.".
Viðtalið við Eddu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir